. - Hausmynd

.

Að drepa tuttugu tíma

Það tekur að minnsta kosti tuttugu klukkustundir að ferðast með lest frá Karachi til Lahore. Mér skilst að lestarstjórarnir séu líka frekar óstundvísir, dragi ferðirnar upp í allt að sólarhring.

Ég fer á morgun og til þess að verða ekki til vandaræða vegna eirðarleysis ætla ég að fylgja þessari áætlun:

 

  • Misnota svefnlyf.
  • Drekka tuttugu tebolla.
  • Borða oft. Sérstaklega tímafrekan mat eins og hnetur og humar.
  • Segja hverjum einasta klefafélaga frá ömurlegustu lestarferð lífs míns. „Ég var síðastur inn í lest á leið frá Lucknow á Indlandi. Klefinn var svo stappaður af fólki að ég þurfti að standa alla leiðina. Í sjö klukkustundir! Var það ekkert erfitt? Tja ... þú veist nú hvernig við Íslendingar erum. Hefurðu ekki heyrt um Þorskastríðið?"
  • Kljást við að minnsta kosti einn ribbalda uppá þaki lestarinnar.
  • Syngja úr því ég neyddist til að eyða öllum vírussmituðu tónhlöðulögunum mínum.
  • Læra heiti allra höfuðborga utanbókar.   
  • Glugga í blöðin og bókina The Savage Border sem fjallar um landamæri Pakistan og Afghanistan. Þar er ekki allt með feldu líkt og titillinn gefur til kynna.
  • Taka myndir til að birta með þessu bloggi.
  • Og pæla í næsta bloggi.

 Þetta eru tíu leiðir til að drepa tuttugu klukkustundir. (Fyrsta atriðið er grín, mamma.)

 

Ps. Gleðifréttir! Félagi minn í Karachi, Adil, er líka á leiðinni til Lahore á morgun til þess ná í konuna sína á heimili tengdaforeldranna. Hann vill ferðast á fyrsta farrými en ég á alþýðufarrými. Það verður útkljáð á morgun.

Ps. aftur. Saemar frettir! Adil kemst ekki med. Tarf ad skaffa meira fe, skrifa fleiri frettir i dagbladid sitt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Austurlanda-Egill,það er skemmtilegt að fylgjast með ferðalagi þínu,eflaust er þetta draumur hjá mörgum að ferðast svona,en það þarf hörkutól held ég að takast á við svona ferðalög.Tuttugu tíma í lest ja hér takk fyrir,farðu gætilega landi góður og gang þér vel.

Númi (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 12:20

2 Smámynd: GK

Hahaha... ég væri til í að hanga með þér í 20 tíma í lest bara til þess að heyra þig syngja... Góða ferð!

GK, 22.2.2008 kl. 13:43

3 identicon

Ætlaru þá að taka Ólaf Liljurós fyrir fólkið ?

Arnþór (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 17:09

4 identicon

ætli pabbi myndi ekki vilja spila rommý allan helvítis tímann...

gunnlaugur (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 19:02

5 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Hún mamma þín var örugglega búin að fatta að þú ættir engin svefnlyf.

Ef svo væri hefðir þú ekki þurft að finna upp á liðum 2 - 10. 

Þú þarft heldur engin svefnlyf núna - þegar þú ert laus við Söru. 

Gangi þér vel 

Helga R. Einarsdóttir, 22.2.2008 kl. 19:25

6 identicon

Það er hægt að gera mjög margt skemmtilegt í lestarklefum. Þú þarft bara að virkja ókunnugu samferðamenn þína.  Flöskustútur og twister eru klassísk skemmtun. Þið getið farið í höfrungahlaup, feluleik og hlaupa í skarðið. Ef þú ert nógu heppinn til að finna einhvern nógu vitlausan geturu jafn vel fengið hann til að spila tínu við þig :)

Skemmtu þér annars bara vel í lestinni. 

Máni (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 21:24

7 identicon

Hæ Egill & takk fyrir frábært blogg. Er orðin háð.

Gangi þér vel í öllum ævintýrum erlendis & vertu óhultur :)

 Kær kveðja frá Edinborg **

Guðný Ebba (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 22:29

8 Smámynd: Egill Bjarnason

eg skal reyna, mani. eg skal reyna.

Egill Bjarnason, 23.2.2008 kl. 07:52

9 identicon

,,, ég var nú strax komin með áhyggjur af svefnlyfjunum... Egill þekkir mig greinilega betur en ég hélt!

Elín (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband