25.2.2008 | 08:38
Huldukonur
Heyrðu, ég fæ þá loksins að hitta konuna þína þegar við komum," segi ég við Adil félaga minn frá Karachi á meðan við skipuleggjum ferdina til Lahore (sem eg endadi visu a ad fara einsamall).
Nei," andmælir hann og veit að svarið kemur mér á óvart. Mín fjölskylda og hennar heldur í þá hefð að aðskilja konur og karla. Konan mín fær ekki að hitta menn utan fjölskyldunnar. Ekki einu sinni æskuvinir mínir hafa talað við hana en eiginkonur okkar allra hittast aftur á móti stundum."
Afhverju?
Þetta er bara hefð.
En heldurðu að henni langi ekkert að hitta mig?
Ekki séns. Hún myndi harðneita ef ég reyndi að fá hana til þess.
Ég skil.
Athugasemdir
Mikill er máttur hefðanna, svo mikið er víst. Þeim verður víst ekki breytt á einni nóttu.
Greta Björg Úlfsdóttir, 25.2.2008 kl. 22:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.