. - Hausmynd

.

Talað tungum í kínversku lestinni

Lenti hliðin á sessunautum dauðans. Einn var tæpast mellufær í ensku en talaði samt í stikkorðum út í eitt. Þegar hinn sætisfélaginn sá að ég átti erfitt með að skilja blaðrið byrjaði hann að þýða það - yfir á þýsku! Ekki leið að löngu þar til þriðji tungumálasérfræðingurinn blandaði sér inn í samtalið með innlegg á rússnesku.

Ég var sem betur fer mjög illa sofinn. Þannig að ég skreið upp í svefnkjouna og lét þá um að tala saman á móðurmálinu, urdú. Verst hvað beddinn var stuttur. Sennilega vegna þess að lestin var smíðuð í Kína fyrir smávaxna skáeygða menn.

Þegar ég kom á hótelið í Lahore var hótelstarfsmaðurinn undrandi að sjá mig aftur. Tilkynnti mér, nánast hneykslaður, að „konan mín" - við Sara höfum greinilega af praktískum ástæðum skráð okkur inn á hótelið sem hjón á sínum tíma - væri farin til Indlands með Bandaríkjamanninum. Hvurslags eignmaður lætur svona lagað viðgangast?

Í dag tek ég svo lest til Rawalpindi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef það á tilfinningunni að  Lífið hjá þér síðustu daga sé farið að snúast meira og minna um konur- ekta eða óekta - skiptir ekki máli? Hvað segir mamma við því?

Helga R.E. (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 15:36

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Greta Björg Úlfsdóttir, 25.2.2008 kl. 22:09

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það er gaman að lesa ferðasöguna þína, vonandi kemstu heill heim   En reynslunni ríkari

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.2.2008 kl. 01:59

4 Smámynd: Egill Bjarnason

hehe. tad tok mig sma tima ad fatta athugasemdina tina helga. eigum vid ekki bara ad segja ad konur seu thema sidunnar tessa vikuna.

Egill Bjarnason, 26.2.2008 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband