26.2.2008 | 13:22
Þetta gerist ...
Settist að á hóteli í miðbæ Rawalpindi í gær. Um kvöldið sýndi eigandinn mér á korti hvert væri sniðugt að fara. Til dæmis á staðinn þar sem Benazir Bhutto var myrt (eða lést sökum höfuðáverka - hvernig sem fólk vill hafa það). Síðan nefnir hóteleigandinn, svona í framhjáhlaupi, að það hafi orðið sjálfsmorðsárás nokkur hundruð metrum frá hótelinu í dag. Virtist ekki kippa sér mikið upp við það. Þetta gerist ...
Þegar ég fór á staðinn undir kvöldið var búið að fjarlægja öll verksummerki en lögregluflotinn var enn á staðnum.
Fer annars á morgun til Persawar, stórborgar nálægt landamærum Afganistan.
![]() |
Pakistanskur hershöfðingi myrtur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gangi þér vel í Rawalpindi.
Ég bjó þarna rétt hjá þér í nokkra mánuði fyrir 15 árum.. (shit maður!), meðan ég var í námi - Rawalpindi Popular Inn, minnir mig það hafi heitað. Vann á ferðaskrifstofu í bænum, og gekk eða hjólaði á hverjum degi í gegnum herstöðvarhlutann. Skemmtilegur tími og ágætar minningar.
Hafðu það gott.
Baldvin Kristjánsson, 26.2.2008 kl. 15:10
sleeping with the enemy?
Joke!!!
Hafdu tad got úti
Gunnar Ingi (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 02:29
HAHAHAH!!! Ja teim fannst soldid skritid ad eg hafi bara allt i einu skipt um kall i midri ferd. Eg verd nu ad vidurkenna ad Larry var toluvert betri eiginmadur en tu, hann gaf mer rullu af klosettpappir i skilnadargjof.
:D
Sara (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 09:55
Hæ egill, loksins fann ég síðuna þína. nú er hún komin inn í favoritið mitt, og nú hef ég þig undir smásjá. Rosalega er þetta búin að vera flott ferð hjá þér. Ég hef auga með þér hehe.
kristbjörg (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 15:36
sara: ef tu notar tennan maelikvarda a godan eiginmann er larry miklu, miklu betri en eg. kaemi mer ekki a ovart ef hann vaeri buinn ad bidja tin.
Egill Bjarnason, 28.2.2008 kl. 08:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.