27.2.2008 | 15:41
Leiðinlegi tvíburinn
Islamabad og Rawalpindi eru samvaxnar borgir en ólíkt skemmtilegar.
Við stofnun Pakistan um miðja síðustu öld var ákveðið að byggja höfuðborgina frá grunni. Á meðan Islamabad óx naut Rawalpindi titilsins vegna þess að Karachi, fjölmennasta borg landsins, þótti ekki nógu miðsvæðis.
Arkitekt Islamabad lét hanna borgina sem margar ferhyrndar einsleitar einingar. Hver og ein með sín hverfi, verslanir, almenningsgarða og þess háttar. Og allar bera kerfisleg nöfn á borð við G-7 og E-10. Fyrir vikið er borgin án alvöru miðbæjar og alveg hræðilega leiðinleg. Það sést meira að segja á landakortinu hér til hliðar. Borg hönnuð af skipulagsfríki fyrir bréfbera og bílstjóra frekar en almenning.
Aftur á móti er Pindí óskipulögð, litrík og lifandi.
Athugasemdir
Sæll Egill!
Barcelona er vel skipulögð borg en stórskemmtileg. Þannig að skipulag þarf ekki að vera til óþurftar!
Hún hefur gamlan sjálfstæðann miðbæ.
Sjá: http://www.rentals-barcelona.com/img/plano_barcelona.gif
Sigurpáll Ingibergsson, 27.2.2008 kl. 16:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.