. - Hausmynd

.

Má bjóða ykkur franskar með þessu væli?

Ótrúlegt hvað skopmyndamálið er langlíft.

Undarlegra er að heyra vel menntaða Pakistana fordæma myndbirtinguna.

Furðulegast er svo að sjá hvað enska pressan í Pakistan ýtir undir mótmæli sem virðast núorðið miðast gegn heilu landi. Í gær taldi ég þrjár burðarmyndir af æstum mótmælendum á mismunandi stöðum í dagblaðinu The Nation. Er fréttagildið virkilega svona mikið?skopmyndamotmaeli

Mér skildist á blaðamönnum í Karachi að kvikmyndagerðamaður í Hollywood hygðist birta mynd um Múhameð spámann á Netinu einhvern tíman í mars. Engin treysti sér víst til að kaupa útgáfuréttinn. Í kjölfarið er búist við að óvenju margir bandaríkjafánar verði brenndir í asíu.

Vonandi fylgja einhverjir á eftir. Gera óspart grín af íslam alveg þangað til það þykir orðið sjálfsagt mál. Best væri náttúrulega að einhverjir spaugsamir múslímar tæku sig til.

Í Karachi Mótmælendur við brennandi brúðu af forsætisráðherra Danmerkur.


mbl.is Múhameðsmyndum mótmælt í Súdan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég verð bara að segja að þetta er fáránlegt af Dönum að gera þetta. Það sýnir sig best að enginn fylgir á eftir (það er hvergi í Evrópu talað um þetta mál nema í Danmörku og á Íslandi). Er þetta "tjáningafrelsi"? Af hverju má þá ekki birta ALLT, svo sem klám og annan "viðbjóð" í öllum blöðum?
Þetta er bara ögrun og virðingarleysi sem minnir helst á "Reichskristallnacht".
Hér eru svo tveir hlekkir sem mér finnast hvor um sig mjög áhugaverðir:
http://www.youtube.com/watch?v=VABSoHYQr6k
http://switch5.castup.net/frames/20041020_MemriTV_Popup/video_480x360.asp?ai=214&ar=1363wmv&ak=null
Góða skemmtun!

Einar (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 09:12

2 Smámynd: halkatla

ég er svo sammála þér, takk fyrir að segja frá því sem er að gerast þarna.

halkatla, 29.2.2008 kl. 11:37

3 Smámynd: Ari Björn Sigurðsson

Einar:

Já, það er tjáningarfrelsi að vera frjálst að birta skopmyndir af hverju sem manni sýnist. Að líkja þessum sakleysislegu teikningum við "klám og annan viðbjóð" eins og þú gerir er ótrúlega heimskulegt.

Danir eiga að mínu mati mikla virðingu skilið fyrir að setja sjálfa sig í hættu til varnar tjáningarfrelsinu, og ég vona að fleiri geri eitthvað svipað. Það þarf að hjálpa islam inn í nútímann.

Ari Björn Sigurðsson, 29.2.2008 kl. 12:45

4 identicon

Góð grein og ég tek undir hvert orð sem þú segir. Flott.. og ég segi bara áfram Danmörk!

Björg F (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 12:53

5 identicon

Ari, bloggvinkonur hans og aðrir sama sinnis:

Iss,  djöfull er þetta næfurþunnt hjá ykkur, hugmyndarfræðin og röksemdarfærslurnar. Það að ekki megi teikna/birta/sýna mynd af spámanninum er vissulega brot á tjáningarfrelsinu per se. En svarið þessari spurningu fyrir mér:

Eruði í öngum ykkar yfir að geta ekki sýnt heiminum ykkar útgáfu af hvernig spámaður á fimmtu öld leit út?

Hélt ekki. Kurt Vestergaard og félagar voru bara að picka fight/selja blöð með þessum birtingum og völdu rangan tíma og stað til þess þegar allt kom til alls. 

Íslam stenst vissulega ekki kröfur alþjóðasamfélagsins um umburðarlyndi, persónufrelsi osfv. En að líta til Múhammeðsmálsins sem skref í rétta átt í þeirri báráttu er bara weak segi ég..big tæm..

Viljiði franskar með þessu frelsisskerðingarvæli ykkar?

Húni (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 15:20

6 identicon

Einar, það er nú þó nokkuð fjallað um þetta hér í Svíþjóð svo ekki hefurðu alveg rétt fyrir þar. Svo er líka að flest önnur lönd í Evrópu eiga nóg með sín eigin vandamál með ofsatrúarhópa og undanfarið hafa múslimar verið fremstir í þeim vandræðaflokki, þó þeir séu alls ekki einir.

Gulli (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 15:42

7 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Mér er fullkomlega frjálst, vegna þess að sem frjáls, hvít (miðaldra) kona hef ég  ferðafrelsi, að labba mig inn í Harlem einsömul að kvöldlagi, svona rétt til að staðfesta það ferðafrelsi fyrir sjálfri mér og öðrum. Skynsemi mín segir mér hins vegar að slík gönguferð sé ekki ráðleg. (Þó að vísu segi á Wikipediu að nú sé miklar breytingar til hins betra í því hverfi).Sama finnst mér gilda um myndbirtingarnar og tjáningarfrelsið.

Greta Björg Úlfsdóttir, 29.2.2008 kl. 16:11

8 identicon

Ari: af hverju þarf þetta tjáningarfrelsi að vera notað til þess að traðka á trúarlegum tilfinningum þessa fólks?
Það má alveg bera virðingu fyrir þessu fólki. 99.99% af því er gott fólk.
Það eru svartir sauðir alls staðar.
Að endurtaka þetta í nafni "tjáningarfrelsis" er bara barnaskapur.
Eru þeir sem þurfa að horfa á þessar teikningar og hlægja aftur og aftur sama liðið og horfir á Amerískar sápuóperur kvöld eftir kvöld og heldur að það eigi að hlægja af og til af því að það er hlegið í áhorfendahópnum?
Ég held að það sé ekki svona sem hægt er að koma á friði, ef hægt er á annað borð.
Það er ekki hægt að leggja 1 milljarð af fólki í einelt, bara af því að nokkur hundruð eða þúsund manns brjálast.
Þegar ég bjó á Íslandi var mér ekkert heilagt (ég er fermdur en enginn kirkjumaður). Við erum jú svo líbó, Íslendingar.
En ég hef séð að það eru mjög margir sem hafa eitthvað heilagt, sama hvar í heiminum þú kynnist fólki. Mér dytti ekki í hug að fara að særa það og gera grín að því. Það er bara mitt inræti að bera virðingu. En mér er í rauninni sama hvað aðrir gera, svo lengi sem ég lendi ekki í stríði út af því.

Einar (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 17:03

9 identicon

Og hér smá athugasemd til Ara:
Þakka þér fyrir að kalla mig "heimskan". Það er bara þín túlkun á tjáningarfrelsi.
Mér finnst eiginlega klám sakleysislegra heldur en þessar teikningar þegar allt kemur til alls, svo heimskur er ég nú.
Mér finnst bara verið að leiða athyglina frá öðrum virkilegum vandamálum. Það er alltaf verið að blása til stríðs alls staðar. Greinilega stór kreppa í nánd. Það þarf "reset" í fjármálaheiminum

Einar (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 17:12

10 Smámynd: Haraldur G

Ég horfði á fréttirnar í kvöld og varð hálf hissa..en samt eiginlega ekki, ég sá ekki betur en að fólk á götum í Pakistan hafi hengt dúkku af Dönskum hermanni á KROSS og svo kveikt í honum ásamt Danska þjóðfánanum. Þarna slá þeir tvær flugur í einu höggi, og svo segja þeir að við förum til helvítis fyrir að prenta mynd. Kristnir kallaðir trúvillingar þegar það er tekið sérstaklega fram í kóraninum að virðing skuli borin fyrir Kristnum þar sem Bók þeirra sé einnig skrifuð af Guði.  Persónulega finnst mér að Kristindómur sem heild ætti að fara að dæmi þessara manna í pakistan og heimta afsökunarbeiðni fyrir hönd allra kristinna manna þar sem ekki einungis sé verið að drulla á kristna í einhverju miðalda fílings frekjukasti, heldur einnig á Múhameð spámann sem þeir þykjast vera að verja. Þetta er ekkert annað en barnaleg leið til að reyna að þvinga fram einhversskonar réttlætingu á ofbeldi og hryðjuverkum þessara öfgatrúarmanna sem kenna sig við Islam. Við búum í Kristnu samfélagi í evrópu og geta þessir menn framfylgt sýnum lögum í sýnum löndum en látið okkur vera, ekki taka þeir tillit til kristinna gilda og finnst mér við ekki þurfa að taka tillit til þeirra gilda sem þeir lifa við.

Með kveðju, Amen 

Haraldur G, 29.2.2008 kl. 19:54

11 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Haraldur, spáðu í það samkvæmt því sem maðurinn segir í viðtalinu sem Einar gefur tengil á í sinni athugasemd, þeim seinni, þá eru 70 milljónir fullorððinna Araba ólæsir. Ímyndaðu þér svo hvernig misvitrir imamar geta hrært í þessu vesalings fólki að vild sinni. Ímyndaðu þér líka hvað margt af þessu fólki hefur mikla hugmynd um hvað lýðræði og tjáningarfrelsi er.

Það þarf fyrst og fremst að fræða og mennta þetta fólk, ekki að rétta prestum þess upp í hendurnar ástæðu til að æsa það upp á móti okkur.

Myndbarnið "að tarna" er með því betra sem ég hef hlustað á lengi, ég var svo hrifin að ég gerði færslu um það í blogginu mínu. Ég þakka Agli kærlega fyrir að setja tengilinn hérna inn.

Greta Björg Úlfsdóttir, 29.2.2008 kl. 20:13

12 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Myndbarnið = myndband

Greta Björg Úlfsdóttir, 29.2.2008 kl. 20:18

13 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Maður hefur nú reyndar séð bandaríska fánann brenndan og eftirmyndir af Bush, og Nixon á sinni tíð, án þess að súta það mikið. En það er satt að manni sárnar sem frændþjóð að sjá danska fánann, "Dannebrog", sem féll af himnum ofan, brenndan og brúður sem eiga að tákan Dani. Horfir einhvern veginn öðru vísi við manni.

Greta Björg Úlfsdóttir, 29.2.2008 kl. 21:29

14 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Reyndar var ég að horfa á fréttina og þar segir að brúðan eigi að tákna, sérstaklega, Kurt Westergård, þann sem teiknaði frægustu myndina.

Greta Björg Úlfsdóttir, 29.2.2008 kl. 22:49

15 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Leyfum þeim að brenna fána og brúður. Af hverju ætti okkur ekki að vera sama, ef ÞEIM á að vera sama um birtingu skopmynda.

Ólafur Þórðarson, 1.3.2008 kl. 04:48

16 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Segi það nú, veffari...

Greta Björg Úlfsdóttir, 1.3.2008 kl. 09:52

17 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Er fólið ekki einmitt að mótmæla heima hjá sér(svona af því að sumir eru alltaf að hamra á að "þetta fólk á bara að vera heima hjá sér"? Getum við nokkuð hneykslast á því að það noti sitt tjáningarfrelsi? Förum við ekki í mótmælagöngur hér heima, á móti hinu og þessu?

Greta Björg Úlfsdóttir, 1.3.2008 kl. 09:57

18 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Aftur gerði ég fyndna vitleysu = þarna átti auðvitað að standa "fólkið" en ekki "fólið"!!!

Greta Björg Úlfsdóttir, 1.3.2008 kl. 11:35

19 Smámynd: Ragnar Sigurðarson

haha Egill þú ert orðinn alltof mikill moggabloggari, fólk er byrjað að rífast í kommentum hjá þér

Ragnar Sigurðarson, 1.3.2008 kl. 12:26

20 identicon

http://www.zeitgeistmovie.com/main.htm

Ekki horfa á þetta nema hafa 2,5 klukkutíma fría og skilja hvert einasta orð.
En, það ætti að gera það að skyldu að horfa á þetta, hvort sem þetta er "Sannleikurinn" eða ekki.
Afsakið ef þetta hefur ekki beint með Múhammeðsmyndirnar að gera, en óbeint.

Einar (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 00:30

21 Smámynd: GK

Er Egill hérna?

GK, 5.3.2008 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband