. - Hausmynd

.

Bjargvætturinn Edhi

Abdul Sattar Edhi

Abdul Sattar Edhi hefur sex sinnum verið tilnefndur til Nóbelsverðlauna fyrir mannúðarstörf. Ástæðan fyrir því að hann hefur ekki enn fengið verðlaunin hefur eitthvað að gera með menntasnobb og kapítalisma, segir hann mér á bjagaðri ensku þegar við hittumst í Karachi í febrúar. Edhi

Tæplega tvítugur hrökklaðist Edhi frá Indlandi til Pakistan árið 1947 og hóf að vinna fyrir sér sem farandsölumaður. Um leið lærði hann hjúkrun og stofnaði í framhaldinu lítið hjúkrunarrými. „Í þá daga höfðu mun færri möguleika á heilsugæslu," segir Edhi sem í dag stjórnar 1300 sjúkrabílum, heilsugæslustöðvum, munaðarleysingjaheimilum, barnaskólum og dýraspítala svo fátt eitt sé nefnt.

Hann hefur frá upphafi alfarið treyst á frjáls framlög og hafnað stuðningi frá hinu opinbera. Segir að það eigi að byggja upp sitt eigið heilsugæslukerfi. Núorðið streyma fleiri, fleiri milljarðar inn í samtökin á ári. Samt býr Edhi enn ásamt eiginkonu sinni í sömu látlausu íbúðinni og þegar hann byrjaði. Og þrátt fyrir að vera orðinn níræður gefur hann ekkert eftir. Er sífellt á þönum til að halda ævistarfinu gangandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þessi maður ætti náttúrulega Nóbelinn margfalt skilinn á við marga sem fá hann. Líklega eitthvað til í þessu hjá honum með menntasnobbið og kapitalismann.

Greta Björg Úlfsdóttir, 1.3.2008 kl. 13:54

2 identicon

Síðast verðlaunuðu þeir Al Gore!

Egill Helgason (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 14:47

3 Smámynd: Adda bloggar

Adda bloggar, 2.3.2008 kl. 00:00

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ef við öll værum svona...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.3.2008 kl. 00:10

5 Smámynd: Ragnar Sigurðarson

Egill ég mana þig til að stela hugmyndinni frá þessum gaur http://www.youtube.com/watch?v=bNF_P281Uu4

Ragnar Sigurðarson, 4.3.2008 kl. 07:55

6 Smámynd: Egill Bjarnason

tvi midur. eg dansa ekki.

Egill Bjarnason, 4.3.2008 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband