6.3.2008 | 15:57
Komst klakklaust til Kabúl
Milli landamæra Pakistan og Afganistan er hinn alræmdi Kyber pass spotti. Vegleið gegnum löglaus fjallahéröð alfarið undir stjórn ættbálkasamfélaga sem græða á því að smygla eiturlyfjum, vopnum og öðru misjöfnu frá Afganistan yfir til nágrannaríkisins.
Okkur Bradley, Bretanum sem ég ferðast með, var ráðlagt fyrir ferðina að klæða okkur eins og heimamenn. Þannig yrðum við síður fyrir aðkasti á meðan við ferðuðumst í gegn á fólksbíl með tveimur morgunúrillum hermönnum. Ég held að engin hafi látist blekkjast af þessu dulargerfi.
Þegar við komum að landamærum Afganistan losuðum við okkur við dátana og tókum rútuna til Kabúl.
Hittum á rútustöðunni Afgana sem var víst að fara gifta sig - eftir klukkutíma! Brúðurin barasta væntanleg hvað og hverju frá Pakistan. Þau voru ábyggilega að hittast í fyrsta skipti.
Rútan ók einhvern þann æðislegasta fjallaveg sem ég hef séð. Að vísu sofnaði ég fljótlega á leiðinni en þegar ég vaknaði tók ég eftir að ferðafélaginn var hálf nervös. Lofthræddur nánar tiltekið. Við lentum í smá umferðaröngþveiti vegna þess að vörubíll húrraði ofan í klettagljúfrið. Umferðin hérna er jafnvel klikkaðri en í Íran," sagði hann.
Í broddi bílaflotans á leiðinni til höfuðborgarinnar eru tveir herjeppar. Eftir því sem nær dregur Kabúl verður sífellt augljósara að landið er hernumið.
Úti í vegkanti er líka víða að sjá gamla, ónothæfa, rússneka skriðdreka frá áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Afganir unnu stríðið en hafa samt ekki upplifað friðsama tíma eftir það.
Kabúl virðist áhugaverð. Margt að sjá. Til dæmis fyrrum aftökustað talibana og jarðsprengjusafn.
(Netid herna er of sljott til ad haegt se ad hlada inn myndum.)
Athugasemdir
Mikid svakalega er thetta spennandi!!! Bid thig samt ad fara varlega og held afram ad fylgjast spennt med =D
Audur Nica (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 17:21
Skemmtileg lesning
þú ert greinilega að upplifa ævintýri, ég væri alveg til í að ferðast svona eins og þú hefur verið að gera. gangi þér vel.
Kristberg Snjólfsson, 6.3.2008 kl. 18:14
held þú verðir að horfa aftur á talíbana heimildarmyndina sem ég lét þig fá. Örugglega spes að horfa á hana á staðnum sem hún gerist á hehe
Ragnar Sigurðarson, 6.3.2008 kl. 19:59
Já þetta er heldur betur ævintýraleg ferð hjá þér. Mjög gaman að lesa þetta hjá þér. Gefur manni svona aðra innsýn en annars er gefin í fréttunum af þessum löndum.
Gangi þér vel og vertu varkár.
Kolbrún Jónsdóttir, 6.3.2008 kl. 23:19
Kvitt.
Gaman að lesa og fylgjast með. Gangi þér vel!
-Eldar
Eldar (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 23:19
mér finnst eitthvað óraunverulegt við að þú sért í kabúl.. indland er hversdagslegt í samanburði við það
eva (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 00:07
farðu varlega...
Bjarni Harðarson, 7.3.2008 kl. 10:11
Flottur. Þú ert að gera það sem 90% okkar hinna dreymdum um en þorðum aldrei.
Ég vona að þú sért að taka helling af myndum og að bókin verði ekki langt undan þegar þú kemur heim.
Villi Asgeirsson, 7.3.2008 kl. 10:31
Sælir!
Ég var sem friðargæsluliði í Kabul veturinn 2004-5. Þetta er frábær staður, fullur af þakklátu og duglegu fólki. Gaman að sjá hvernig þú upplifir þetta.
Góða ferð
Master sargeant Halldorsson
Björn Halldórsson (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 11:49
Er Afghanistan hernumið land?
Matti Skratti (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 14:05
Hinn islenski Rory Stewart?? ;)
Petur Olafsson (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 09:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.