11.3.2008 | 11:28
Sviðasalinn frá Kabúl
Eftir nokkra áhugaverða daga í Kabúl er ég kominn til Mazar-e Sharif í norðurhluta Afganistan, í klukkutíma akstursfjarlægð frá landamærum Uzbekistan. Kúltúrinn hér ku skera sig frá öðrum landshlutum og vera nær því sem þekkist í nágrannaríkjunum.
Kabúl er virkilega áhugaverð borg. Tímalaus nánast; heilt á litið frumstæð en um leið sér maður að borgin er á hraðri leið inn í nútímann með hjálp alþjóðasamfélagsins. Þar er fátt við að vera fyrir hinn dæmagerða ferðamann. Ég skoðaði nú samt tvö söfn, eitt með úrvali af jarðsprengjum og annað minjasafn. Eitt sinn það merkilegasta sinnar tegundar í heiminum þangað til margir af merkustu gripunum hurfu á stríðsárunum. Aðrir urðu talibönum að bráð er þeim kauðum er illa við myndir og líkön af lifandi verum.
Markaðurinn er nú samt skemmtilegastur. Sá meðal annars bása með sviðakjömmum, búrkum og fölsuðum dollurum. Opnunartími verslana er hins vegar óvenju stuttur. Klukkan átta eru yfirleitt allir búnir að loka. Jafnvel eigendur veitinga-, matvöruverslana og netkaffihúsa. Sennilega vegna þess að viðskiptavinirnir vita að margt misjafnt þrífst í myrkrinu.
Okkur Bradley er hvarvetna vel tekið af heimamönnum. Höfum meira að segja drukkið te með mujaheddin, skæruliða sem barðist á móti Rússum á árunum 1979 til 1989. Stríðið kostaði hann skotsár í bringuna og annan fótlegginn. Það væri kannski ekki frásögum færandi ef við hefðum ekki hitt hann upp á miðju fjalli sem umlykur Kabúl.
Athugasemdir
Gaman og fróðlegt að lesa færslurnar þínar.
Gangi þér áfram vel á ferðalaginu.
(Vonandi færðu ekki fleiri leiðinlegar heimsóknir á síðuna þína!)
Greta Björg Úlfsdóttir, 11.3.2008 kl. 11:34
Sæll félagi, alltaf gaman að fylgjast með ferð þinni. Og ég er sammála fyrri ræðumanni með heimsóknirnar. Vonum að þessi einstaklingar haldi sig þar sem þeir eiga heima.
Gangi þér vel.
Aron Björn Kristinsson, 11.3.2008 kl. 14:20
... ég öfunda þig alla daga. smakkaðirðu á sviðunum? -b.
Bjarni Harðarson, 12.3.2008 kl. 04:06
Manni langar að fara í svona ferð þegar maður les ferðasöguna hjá þér. Gangi þér vel
Kristberg Snjólfsson, 12.3.2008 kl. 07:47
eg smakkadi ekki svidin. a medan eg tholi illa venjulegan veitingahusamat i tessu landi laet svoleidis tilraunir eiga sig.
Egill Bjarnason, 15.3.2008 kl. 10:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.