. - Hausmynd

.

Net en ekkert rafmagn

Er i afskektu kaupstadarthorpi, Fizabad, tar sem er nanast aldrei rafmagn og hundrad kilometrar i malbikadan veg. Samt er netkaffi! (Med rafmagnsmotor)

Lagdi i 15 klukkustunda rutuferd til ad komast hingad og sja spilada thjodarithrott Afgana. Leikur sem er eins og rundingur, bara a hestum og med daudri geit. En tad er vika i naestu keppni, thverofugt vid taer upplysingar sem eg fekk i fyrstu.

Samt engin filuferd.

Adur en vid logdum i'ann foru allir i rutunni med baenirnar sinar. Eg skildi ekki neitt i neinu. Ekki fyrr kom ad all svakalegum fjallvegum undir lokinn. Ef eg hefdi verid ad keyra hefdi eg orugglega ordid of upptekin af tvi ad virda glaesilegt landslaegid fyrir mer og endad ofan i a.

A leidinni thurftum vid lika ad stoppa i nokkrar klukkustundir vegna vegaframkvaemda. Hittum ta thiska hjalparstarfsmenn sem mega undir venjulegum kringumstaedum aldrei yfirgefa bilin sinn. Sennilega reglur sem voru samdar af einhverjum sem hefur aldrei komid i tennan hluta landsins.

I Mazar-e Sharif lentum vid Bretinn i sma logguhasar. Skindilega skipad ad koma uta loggustod tar sem vid turftum ad bida i fleiri klukkutima. Drukkum te og bordudum salgaeti med logreglutjonum sem toludu enga ensku og virtust ekki hafa neitt betra ad gera en klippa a ser neglurnar. Eg veit ennta ekki hvers vegna vid vorum kyrrsettir.

Tungumalaordugleikar gera ferdalog i tessu landi frekar erfid.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ævintýrin gerast enn! Sérstakt, en ég er ekki eins viss um að ég vildi vita af mínum syni á þessu ferðalagi, þetta verkar á mig sem ógn.

Gangi þér allt í hagin.

Edda Agnarsdóttir, 16.3.2008 kl. 08:13

2 Smámynd: Aron Björn Kristinsson

Vá hvað það væri æðislegt að sjá þessa stórskemmtilegu íþrótt. Ég meina hvað er skemmtilegra en að sjá menn á hestu draga á eftir sér dauða geit sem er fyllt með sandi. Það gerist ekki betra held ég.

Heyri í þér gamli. 

Aron Björn Kristinsson, 16.3.2008 kl. 14:18

3 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Hlýtur að vera gaman þó að það sé smá vesen við og við, allavega er svona ferð það sem manni langaði alltaf til að gera en hef ekki gert enn, kannski lætur maður verða að því einhvertímann, en þangað til fæ ég að njóta ferðasögu þinnar. Gangi þér vel

Kristberg Snjólfsson, 16.3.2008 kl. 16:09

4 Smámynd: Ragnar Sigurðarson

Mér skilst að þetta sé líka þjóðaríþrótt hjá fleiri löndum þarna í kring. Virkar einhvernvegin eins og póló, þó ég viti ekki hvernig póló virkar. En hausinn á geitinni er alltaf tekinn af fyrir leik.

Ragnar Sigurðarson, 16.3.2008 kl. 22:01

5 Smámynd: GK

Verst hvað geitastofninn er lítill á Íslandi. Það þyrfti að hefja stórfellda ræktun áður en Geitapólófélag Íslands verður sett á laggirnar.

Er ekki annars málið að skella sér til Tíbet núna? Allt að verða vitlaust og landið lokað fyrir útlendingum. Þú gætir kannski smeygt þér inn bakdyramegin.

GK, 17.3.2008 kl. 00:06

6 Smámynd: Ragnar Sigurðarson

skila kveðju til ingibjargar sólrúnar

Ragnar Sigurðarson, 17.3.2008 kl. 18:43

7 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Þetta er sko algjör ævintýra upplifun hjá þér.  Þakka fyrir skemmtileg skrif þín á þessari síðu.  Var aðeins að spóka mig í Bombay og borða á Cafe Leopold sem ég nefndi við þig þegar ég sá síðuna þína fyrst.  Það er alveg rosa mikill uppgangur búinn að eiga sér stað í Indlandi síðan ég var þar fyrst fyrir nær 9 árum. Nú var skemmtiferðaskip í höfn, hef ekki séð það áður.

Nú svo var kostulegur kall frá Englandi að ferðast þarna og er hann sprengjueyðslusérfræðingur, ef svo má kalla það á móðurmálinu.  Sagði hann mér að Bombay var kölluð þessu nafni því að í heimstyrjöldinni var mikið um sprengingar í þessum flóa sem Bombay liggur við.  Kannski þessvegna sem Indverjar vilja ferkar kalla borgina Mumbai :)

Farður varlega og hlakka til að lesa meira.

Kær kveðja

Kolla

Kolbrún Jónsdóttir, 18.3.2008 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband