. - Hausmynd

.

Áramótapistill

Á morgun fagna ég ásamt öðrum í flóttamannabúðunum endalokum Ramadan-mánaðarins og jafnframt nýju ári. Það verður djúsí veisla! En við þessi tímamót er rétt að lýta yfir farinn veg.

-- 

Í vikunni skrapp ég til Jenin á Vesturbakkanum og gisti hjá kunningjum í smábænum Zababde sem er ekki ýkja langt frá. Í Jenin eru frægar flóttamannabúðir sem voru jafnaðar við jörðu af Ísraelum árið 2002 þegar Indifata hið síðara stóð yfir. Nú er hinsvegar allt nokkurn veginn með kyrrum kjörum í búðunum og eitt arðbærasta fyrirtækið þar framleiðir gervilimi handa þeim sem misstu útlimina í átökunum fyrir fjórum árum.  

Njósnarar á vegum ísraelska hersins eru mönnum mikið áhyggjuefni í Jenin. Til þess að Ísraelar geti kæft alla andspyrnu við fæðingu hóta þeir eða múta öðrum Palestínumönnum til þess að njósna fyrir sig. Að sögn heimamanna eru spæjararnir oftast teknir úr fangelsum Ísraels, þar sem þeir eru kúgaðir til að taka að sér skítajobbið. Þetta ofureftirlit hefur þær afleiðingar að íbúar í Jenin eru svakalega paranjod.  

--

Slappa þessa dagana af í flóttamannabúðunum í Nablus en stefni á að yfirgefa þær fyrir fullt og allt næsta þriðjudag. Eftir það verður hjálparmiðstöðinni, þar sem ég vinn,  lokað um nokkra hríð meðan forstjórinn er á ferðalagi um Noreg með hóp barna.

Þarnæsta sunnudag byrja ég að vinna fyrir palestínska bændur við að tína ólívur af trjánum en uppskeruvertíðin hófst á dögunum. Þangað til veit ég ekki alveg hvað á geri af mér. Skrepp kannski til Hebron ...    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ramón bara kominn með sítt hár. Flottur kallinn. En já, hæ.

ragnarr (IP-tala skráð) 21.10.2006 kl. 18:55

2 identicon

Er þessi káti piltur á myndinni með þér Ramón?

Elín (IP-tala skráð) 21.10.2006 kl. 21:20

3 identicon

gangi þér vel í ólívunum, hef einu sinni unnið í ólívuverksmiðju sem var leiðinlegt en það hlýtur að vera ágætt að týna þær. ertu búinn að fara á dauða hafið...

bjarni (IP-tala skráð) 22.10.2006 kl. 13:06

4 identicon

ég veit ekki alveg hvað það er egill minn en þú ert eitthvað breyttur á þessari mynd.... spes....

Rikki (IP-tala skráð) 22.10.2006 kl. 14:12

5 identicon

Ég sé smá sigmund erni í andlitinu á agli, nema kannski brosið. Helst augabrúnirnar. Ég ræði þetta við sigmund.

ragnarr (IP-tala skráð) 22.10.2006 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband