. - Hausmynd

.

Siðgæðisvörn Afganska sjónvarpsins

Ég varð í fyrstu hissa að sjá sjónvarpsþáttinn Afganska Idolið. Óvenju frjálslyndur þáttur miðað við kúltúr landsins. Þess vegna varð ég ekki eins hissa þegar ég las að einhver styr stæði um hann.

Sjónvarpsstöðvar í Afganistan virðasta hafa nokkuð grimma siðgæðisverði. Það sést best þegar maður horfir á einn vinsælasta þáttinn, Bollywood útgáfu af Leiðarljósi, en þá er sett móða yfir ósiðsamlegan klæðnað leikkvennanna. Absúrd sjón þegar það er til dæmis hópur kvenna og nær allur neðri hluti sjónvarpsmyndarinn blörraður.

Sjónvarpsefni á samt sem áður stóran þátt í að nútímavæða viðhorf Afgana til kvenna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var einmitt að heyra það í fréttunum áðan að íslenski fáninn hefði verið dreginn að húni í N-Afganistan, reyndar ekki útaf þínu flandri:) Hefur þú orðið eitthvað var við Imbu?

Núna er ég líka að lesa Þúsund bjartar sólir og því standa afganskar konu mér nokkuð nærri þessa dagana. Áfram stelpur!

Elín (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband