. - Hausmynd

.

Áramótin 1387 og afmæli spámannsins

afmaelispamannsins 

Ástæðan fyrir undanförnu bloggleysi er sú að hef verið upptekin við að skemmta mér í partíbænum Kabúl.

Á fimmtudag átti Múhameð spámaður afmæli. Kabúlar fögnuðu deginum með hálfgerðum 17. júní stíl í gömlum kirkjugarði! Þarna voru börn í leiktækjum, menn að spila fjárhættuspil og óteljandi matsölustandar ofan á grafreitum.

Daginn eftir voru áramót múslima. Ég gerði aðra misheppnaða tilraun til þess að sjá buzkasi viðureign (íþróttin með hestunum sem ég nefndi um daginn) en lenti í staðinn á árlegri flugdrekakeppni Kabúl. Leikreglurnar eru sáraeinfaldar, maður á að reyna fljúga niður aðra flugdreka. Skemmst er að segja frá því að ég brotlenti einum og tapaði öðrum í árás.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Harðarson

þú semsagt tókst þátt í flugdrekakeppninni - glæsilegt. við móðir þín og gunnlaugur fórum einmitt á kite-runner í háskólabíó í fyrrakvöld...

Bjarni Harðarson, 22.3.2008 kl. 17:34

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ég óska spámanninum til hamingju og öllum hans fylgismönnum. Er nokkuð farið að brenna íslenska fánann eftir að Múhameð birtist á forsíðu Sagan Öll?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 22.3.2008 kl. 17:48

3 Smámynd: Aron Björn Kristinsson

Þú verður að ná góðum myndum af Bukazi þegar þú ferð á það. Hef lesið lýsingar um hvernig íþróttin er en aldrei séð myndir.

Aron Björn Kristinsson, 22.3.2008 kl. 18:31

4 identicon

Varstu að fagna afmæli "manns" sem átti 6 ára gamla eiginkonu og nauðgaði henni þegar hún var 9 ára.

Var gaman?

Jahérna!

Gísli (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 20:38

5 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Alltaf gaman að heyra frá þér....og ævintýrum þínum.

Lárus Gabríel Guðmundsson, 22.3.2008 kl. 23:26

6 Smámynd: Egill Bjarnason

nei, her les engin soguna alla. eg mun ekki sja buzkasi ur tessu.

ithrottin er adeins spilud a veturna, fram ad aramotum.

mer finnst alltaf asnalegt ad sja komment sem eru skrifud  til tess eins ad dissa muslima. eins og teirra truarbrogd seu eitthvad heiskulegri en hvad annad.

Egill Bjarnason, 23.3.2008 kl. 07:51

7 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Skemmtilegt blogg hjá þér og gaman að kynnast þjóðlífi sem er vanþroskað á annan hátt en Ísland.

Jón Halldór Guðmundsson, 23.3.2008 kl. 12:32

8 Smámynd: Yousef Ingi Tamimi

Gísli og Vilhjálmur ... þið eruð stórundarlegt lið..

Gaman samt af þessu - kemur kannski með þessa hugmynd hingað heim og við getum haldið Íslandsmót í Flugdrekaárásum.. ég hef heyrt undarlegri hugmyndir ;)

Yousef Ingi Tamimi, 23.3.2008 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband