. - Hausmynd

.

Íslenskur dóni og Erlendur í Afganistan

Hvað haldiði að ég hafi rekist á inn í kvikmyndaverslun í miðbæ Kabúl?

Kínverska sjóræningjaútgáfu af Jar city, Mýrinni, í sömu hillu og Hollywood myndirnar.

Svo Afganir græða á verkum Baltasars Kormáks og Arnalds Indriða.

Ég keypti samt frekar mynd um Afganistan undir stjórn talibana. Helvíti góð alveg.

---

Í gær rak ég svo augun í fyrirsögn á forsíðu amatör dagblaðsins The Afghanistan Times:

ÍSLAND ÍTREKAR STUÐNING VIÐ AFGANISTAN

Með fréttinni fylgdi mynd af Ingibjörgu Sólrúnu á spjalli við forseta landsins. Hún var ekki með hijab, slæðu fyrir hárinu, eins og tíðkast meðal Afganskra kvenna jafnt sem erlendra í þessu íslamska lýðveldi. Merkilegt virðingarleysi.

Tek fram að þetta er eina myndin sem ég hef séð frá ferð ráðherrans. Það getur því vel verið að hann hafi brugðið upp slæðu við einhver önnur tilefni.

barbimedhijab

 

Meira að segja Barbí er  í takt við siði heimamanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Egill. Finnst athugasemd þín um slæðuleysi Ingibjargar athyglisverð. Á Íslandi birtust nefnilega líka myndir af henni þar sem hún var með slæðu og margir urðu yfir sig hneikslaðir á því. Ég skrifaði hugleiðingu um þetta á blogginu mínu sem þú gætir haft gaman af (þar er líka linkur yfir á aðra umræðu).

Alltaf fróðlegt að kíkja hérna inn..

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 11:07

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Það er gott að Ísland hefur jákvæða mynd í Afganistan.

Þökk sé Balta og Sollu. 

Jón Halldór Guðmundsson, 23.3.2008 kl. 12:34

3 Smámynd: Guðni Ólason

Fyrirgefðu, en hvað áttu við með virðingarleysi?

Guðni Ólason, 23.3.2008 kl. 12:39

4 Smámynd: Guðni Ólason

Úpps, hélt ég væri búinn að uppfæra undirskriftina, sorrý

Guðni Ólason, 23.3.2008 kl. 12:44

5 identicon


Til hvers ætti Ingibjörg Sólrún að leggjast svo lágt að vera með slæðu...

Frekar M-16 og nóg af ammo...

Gæti frekar verið með slæðu í cammoflash ef hún myndi príla upp í kirkjuturn með Sniper eitt kvöldið... vá, hvað það væri kósý og japla á íslensku lakkgrískonfekti í hvert skipti sem maður hittir :)

Kalíó (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 14:08

6 Smámynd: Aron Björn Kristinsson

Kalíó: Alveg merkilegt hvað sumir eru góðir í að sýna fáfræði sína. Þú ættir að fara í smá naflaskoðun og uppgötva að skoðanir þínar eru fordómafullar og furðulegar með meiru.

Aron Björn Kristinsson, 23.3.2008 kl. 15:45

7 identicon

Aron...  ok, ég skoðaði nafla alheimsins, New York og skoðaði hjarta New York-borgar sem er Manhattan og þar sá ég eitthvað sem vantar sem VAR þar árið 2001 en ekki lengur...

málið er útrætt!

Kalíó (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 16:42

8 Smámynd: Aron Björn Kristinsson

Kalíó, árásirnar á tvíburaturnuna kemur almenningi í Afganistan ekkert við.. Ósómi Bin Laden er ekki einu sinni frá Afganistan hann er frá Sádí Arabíu.

Mál útrætt... 

Aron Björn Kristinsson, 24.3.2008 kl. 01:35

9 identicon


Aron... lestu þig betur til um Al-Qaeda áður en þú tjáir þig meira

Kalíó (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 08:47

10 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það heitir reyndar að lesa sér til, ekki að lesa sig til......

Greta Björg Úlfsdóttir, 30.3.2008 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband