. - Hausmynd

.

Dýrt fátæktarland

Miðað við önnur Asíuríki, og ennfremur miðað við að vera eitt verst setta land Jarðar, er Afganistan fokdýr staður fyrir ferðalanga eins og mig.

Megin ástæðan er fjöldi alþjóðlegra hjálparstarfmanna og hermanna. Þeir hafa keyrt upp fasteignaverð þannig að nótt á ódýrasta hóteli kostar tíu dollara. Sérstaklega í Kabúl. Skilst að íbúðarhús sem leigðist á tvö hundruð dollara á mánuði í september 2001 var komið upp í þrjú þúsund dollara sex mánuðum síðar.

Rútu-, leigubíla og veitingahúsaferðir eru líka furðu kostnaðarsamar. Ætli ég eyði ekki svona þrisvar sinnum meira fé hér en í Pakistan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aron Björn Kristinsson

Furðulegt... En ég meina almenningur í Afganistan er eflaust ekki mikið að nota hótel og slíkt þannig að þeir sem eiga þetta græða fúlgur fjár á því að okra á fólkinu sem þarna kemur í heimsókn.

Aron Björn Kristinsson, 25.3.2008 kl. 15:19

2 Smámynd: GK

Hvað borðaðir þú í hádeginu? Ég fékk mér samloku í Guðnabakaríi...

GK, 26.3.2008 kl. 02:13

3 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Semsagt okrað á fleiri stöðum en Íslandi

Kristberg Snjólfsson, 26.3.2008 kl. 08:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband