. - Hausmynd

.

Hyldu hárið, kona!

Í athugasemd við blogg um „íslenska dónann" (sem reyndist svo engin dóni) var ég beðin um nánari útskýringar á því hvers vegna það sé virðingarleysi að vera ekki með blæju í íhaldsömum múslimalöndum. Mér leiðast siðapredikanir en ...

Virðingarleysið, menningarhrokinn, fellst í að gefa skít í siði landsins og særa blygðunarkennd heimamanna.

Á Vesturlöndum lýta sumir á blæjuna sem tákn um kúgun kvenna í þessum heimshluta. Búrka og andlitsslæður eru það vissulega, en blæjan er held ég mun frekar kúltúrsleg. Múslímar trúa því að kona eigi ekki sýna neinum nema eiginmanni sínum hár sitt. Konur eru ekkert síður trúaðri en karlmenn og móðgast því jafn mikið við að sjá þessa reglu brotna.

Gestum ber að virða hefðina, þó að hún særi skiljanlega stolt einhverra. Þessu verður best breytt innanfrá. Athugið líka, að í löndum eins og Afganistan eru frelsi til menntunar og vinnu mun ofar á blaði í réttindabaráttu kvenna og klæðnaðarákvæði eiga einnig við um karlmenn.    

Á meðan gerðar eru kröfur um að innflytjendur aðlagist vestrænum gildum, verðum við að gera slíkt hið sama í þeirra heimi. Skopmyndamálið og blæjubannið í Frakklandi eru sennilega þekktustu dæmin. Á Íslandi myndi lögregla líka hafa afskipti af búrkuklæddum konum, samkvæmt viðtali við sýslumanninn á Selfossi í Sunnlenska á síðasta ári, fyrir að  „dulklæðast á almannafæri" en slíkt brýtur í bága við lögreglusamþykktir flestra sveitarfélaga - nema ef fólk er á leið heim af grímuballi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Alveg er ég sammála þér, við eigum að bera virðingu fyrir hefðum annara og þá sér í lagi ef maður er gestur í þeirra landi

Kristberg Snjólfsson, 26.3.2008 kl. 14:40

2 Smámynd: Aron Björn Kristinsson

Eins og við heimtum af öllum útlendingum að þeir virði okkar siði er það sjálfsagt að við gerum slíkt hið sama hvert sem við förum. En aftur á móti er það kannski val einstaklingsins hvort hann/hún vilji sýna þessa almennu kurteisi að virða siði annarra landa. Það er á manns eigin ábyrgð að gera það sem maður telur rétt.

Ef einhverj vill vísvitandi brjóta í bága við siði þá á sá einstaklingur að gera það en geta þá tekið afleiðingunum, þ.e. gagrýni. En þá er ég ekki að tala um Ingibjörgu Sólrúnu, hún hefur eflaust bara ekki verið nógu meðvituð um þetta þegar hún var ný komin.  

Aron Björn Kristinsson, 26.3.2008 kl. 14:53

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Góð færsla. Það er mjög rótgróinn misskilningur að blæjuhefðin sé táknræn fyrir kúgun kvenna.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.3.2008 kl. 19:54

5 identicon

 Ég veit ekiki alveg hvort ég geti verið sammála þér. Jú, ef Ingibjörg fer til útlanda sem ferðamaður á hún að sjálfsögðu að virða siði hvers lands fyrir sig, rétt eins og aðrir ferðamenn. En það sama gildir kannski ekki alveg um opinberar heimsóknir, sérstaklega þjóðhöfðingja en það má færa það líka að einhverju leyti upp á utanríkisráðherra.

Þetta snýst að hluta til um vald, þ.e. að fulltrúi þjóðar eigi ekki að beygja sig undir reglur annara þjóða (þótt auðvitað skuli sýna fyllstu kurteisi) en jafnframt snýst þetta um jafnrétti og virðingu - fulltrúar þjóðanna eiga að geta hist á jafnréttisgrundvelli. (Sbr. líka að þeir tala í flestum tilfellum eigið tungumál jafnvel þótt þeir gætu notað ensku eða annað 3ja mál.)

Þegar Condoleezza Rice fer til dæmis í opinbera heimsókn til Saudi Arabíu hylur hún ekki hár sitt eða andlit og Saudarnir sætta sig alveg við þetta og heilsa henni með handabandi. Auðvitað er þetta dæmi um vald Bandaríkjanna en þetta snýst ekki bara um það.

Mér finnst ágætis dæmi um þetta vera að ef fulltrúar Saudi Arabíu kæmu til Íslands (eða Frakklands til dæmis) í opinbera heimsókn þá myndum við ekki krefjast þess að konurnar í hópnum mættu ekki klæðst búrkum afþví slíkt væri ólöglegt hér á landi (eða í Frakklandi). Eins bera lífverðir erlendra þjóðhöfðingja oft falin vopn þegar þeir koma í opinberar heimsóknir til Íslands og þannig mætti lengi telja.

Annars treysti ég Ingibjörgu alveg fyrir þessu og þrátt fyrir diplómataprókolla væri líklega hyggilegra fyrir hana að nota slæðu á almannafæri.

Andri Thorstensen (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 00:19

6 Smámynd: halkatla


finnst ykkur það ekki kúgun að skylda konur til að hylja andlit sitt? ég veit núna að Guðríði finnst það bara misskilningur um kúgun, en þrátt fyrir hennar ranghugmyndir er virkilega stór munur á kúltúr og tísku og siðvenjum (einsog að vera með slæðu yfir hárinu) og því að afmennska konur með því að neyða þær í kufla þarsem bara augun sjást eða jafnvel engin hluti andlitsins. Umræðan um þetta er alltaf jafn vitlaus, einkennist af fáfræði fólks á trúarbrögðum og sögunni. Illskan þrífst af því að gott fólk gerir ekkert, það á vel við í sambandi við þetta og hvernig við tölum og bregðumst við því sem er að gerast í auknum mæli í múslimalöndum. Kvennakúguninni sem fer bara vaxandi. Hvað með konurnar sem vilja ekki vera með blæjur? Haldiði virkilega að konurnar í Pakistan séu allar jafn trúaðar, allar jafn ánægðar með að vera skilgreindar eignir karlmanna og að þær séu í raun allar eins? Ég er alveg sammála því megininntaki pistilsins að við eigum að sýna siðum annarra landa virðingu sérstaklega þegar við erum í landinu en fyrr má nú vera, ef við förum að líta á það sem normal að ákveðnir hópar megi eiga aðra hópa og ráða klæðnaði þeirra. Þetta er alveg sambærilegt við það ef vestrænar konur yrðu allar að vera klæddar einsog klámstjörnur í hvert sinn sem við færum út, það eru nákvæmlega sömu öfgarnar og ég ætla rétt að vona að þið sem sættið ykkur við andlitsblæjurnar séuð til í að láta eitthvað sambærilegt yfir ykkur ganga...

halkatla, 27.3.2008 kl. 10:02

7 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég er nú meira að segja svo gamaldags að það er viss kvenprestur hér heima á Íslandi sem "fer í mig" fyrir að vera, fullorðin og gift kona, með sítt hárið slegið þegar hún þjónar fyrir altari. Nenni reyndar ekki að útskýra af hverju mér finnst þetta visst virðingarleysi, nema hvað það tengist því að oftast er litið á hárið sem eitt aðal-skart konunnar - og þess vegna finnst mér ekki við hæfi að þjónn Guðs skarti því á þeim stað þar sem hinn almáttugi á að vera í fyrsta sæti. Gamaldags íhaldsemi, ég veit! Ég er þó ekki að fara fram á að hún setji upp slæðu, heldur aðeins að hún setji hárið upp, eða taki það saman á einhvern hátt.

Greta Björg Úlfsdóttir, 30.3.2008 kl. 10:21

8 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Rangt þetta er trúarleg kúgun, það breytir engu um þá staðreynd þótt vg plebbar og ísland-palestínu lýður segji annað.

Alexander Kristófer Gústafsson, 3.4.2008 kl. 12:39

9 Smámynd: Egill Bjarnason

ja ... tetta hefur nefnilega svo mikid med politik ad gera!

Egill Bjarnason, 6.4.2008 kl. 06:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband