. - Hausmynd

.

Kominn af fjöllum

Leiðangurinn hófst klukkan fjögur aðfaranótt þriðjudags. Ég ósofinn en aðrir rútufarþegar bara helvíti brattir. Svolítið eins og við værum á leið upp í sumarbústað. Við strákarnir.

Það gerði ekkert til þótt græjurnar í bílnum væru bilaðar. Menn bara kváðust á!

Eftir klukkutíma á veginum þurftum  við að stoppa.

Muslimman?"

„Nei."

„Hvíldu þig þá í bílnum."

Síðan ruku farþegarnir út í átt að nærliggjandi mosku. Á meðan hugsaði ég með mér hvers vegna ég væri að leggja þessa fjallaferðina á mig. Til þess að sjá silungapoll og grjóthrúgu?

Það tók tíu tíma að aka 260 kílómetra frá Kabúl til Bamyian. Ég dottaði oft á leiðinni. Vaknaði samt iðulega við það að bíllinn hossaðist á veginum. (Næsta dag velti ég fyrir mér, hvaðan ég hafði fengið þrjár kúlur á hausinn.)

Miðhálendi Afganistan tilheyrir hasaraþjóðflokknum. Talibanar vilja helst þurrka þann kynþátt út. Drápu þá í stórum stíl í valdatíð sinni.  

Talibanarnir eyðilögðu líka bæjarprýði Bamiyan. Tvö þúsund ára gömul Búddalíkneski, þau stærstu í heimi. Talibanaleiðtoginn múlla Ómar sagðist einungis vera að „brjóta steina" - með dínamíti. Núrorðið er aðeins hægt að sjá hellismunninn þar sem stytturnar stóðu.

Band-e Amir er frægt himinblátt vatn. Afganir gefa lítið fyrir skýringar einhverra leiðinlegra vísindamanna á einkenninu. Þeir vita að frændi Múhameðs spámanns galdraði fram litinn.

Á heimleiðinni sá ég - og heyrði - jarðsprengju þjóna tilgangi sínum rúmum kílómeter frá veginum. Fá lönd í heiminum eru eins vel þakin jarðsprengjum og Afganistan. Á síðasta ári drápust sjö hundruð manns, helmingur þeirra undir átján ára aldri. Er til afganskari dauðdagi? var spurt í Flugdrekahlauparanum sem ég las einmitt meðan ég var í Bamyian. Hasarastrákar eru svo sannarlega lunknir með teygjubyssur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðar ferðasögur, enda merkileg ferð. Og svona af því að ég hef nú baukað við að lesa texta frá þér lengi, þá má marka mikla breytingu til batnaðar í stíl og stafsetningu. :)

Farðu varlega.

-sigm. (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 09:22

2 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Skemmtileg lesning, maður dauðöfundar þig af ævintýrunum sem þú hefur verið að rata í

Kristberg Snjólfsson, 6.4.2008 kl. 09:40

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Takk fyrir, gaman að lesa þetta.

Ég er einmitt nýbúin að sjá myndina sem gerð var eftir Flugdrekahlauparanum, þeirri góðu bók, ég var ánægð með hana, hún var bókinni mjög trú, vel farið með efnið og góður leikur, mjög fallegar senur af landinu. Fegin, segi ég, vegna þess að það hefði verið hægðarleikur að eyðileggja myndina með því að búa til einhvers konar hasar (ekki eins og í hasara-strákur!) úr sumum senum í henni, en það var ekki gert. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 6.4.2008 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband