. - Hausmynd

.

Lítill ferðalangaheimur

Í tæpan mánuð ferðaðist ég með náunga frá Englistan, eins og Afganir kalla Bretland. Nú er hann snúinn aftur til Londonistan eftir tvö og hálft ár á flakki. Orðinn auralaus og  - tja - örlítið þreyttur á þessum þvælingi.

Nokkrum dögum eftir að hann yfirgaf Afganistan fór ég til Bamyian. Þar dvaldi einn túristi, einnig frá Lundúnum.

Í gær var ég svo að fletta í gegnum myndasafnið mitt með honum. „Jááá ... þessi gaur. Bradley? Haggi?" sagði hann þegar mynd af ferðafélaganum birtist á skjánum. Þeir höfðu kynnst á Sýrlandi (Arabistan samkvæmt landafræðiþekkingu Afgana).

Dæmigert fyrir kúltúr bakpokaferðalanga. Í löndum, þar sem túrismi er álíka umsvifamikil iðn og kexframleiðsla, fara ferðalangar yfirleitt flestir á sömu gistiheimilin. Sérstaklega þeir sem notast við Lonely Planet bækurnar. Þetta er eitt af því sem gerir ferðalög í óvinsælum löndum skemmtilegri. Pakistan er gott dæmi. Þar kynnist maður öllum útlendingum sem verða á vegi manns.

Þessi kúltúr er hverfandi á Indlandi hugsa ég. Landið orðið of stappað af túristum.

Afganistan vantar líka farfuglaheimilin til þess. Þar eru bara hótel. Hef samt hitt nokkra. Mis bilaða. Magnaðastur var Pólverjinn sem gisti í næsta herbergi við mig. Í hvert sinn sem við mættumst var hann ýmist að leita að vínsala, á leiðinni að hitt einn og á góðum degi fullur inní herbergi. Áttaði sig svo fljótlega á því að hann var í bandvitlausu landi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Harðarson

ég til pakistan! - það er þessi ferðalagaheimur sem ég sé alltaf í hillingum minninganna frá því í ísrael og indlandi fyrir aldarfjórðungi.

Bjarni Harðarson, 7.4.2008 kl. 08:19

2 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Alltaf er jafngaman að lesa síðuna þína Egill. Þið væruð góðir saman í Pakistan, þið feðgar. Hvað farmtíðin ber í skauti sér veit enginn. Gangi þér vel Egill. Hilsen úr Þorlákshöfn.

Sigurlaug B. Gröndal, 7.4.2008 kl. 11:43

3 Smámynd: Aron Björn Kristinsson

Sæll gamli, ég er ekki að öfunda þig lítið af þessu ferðalagi. Eníhú, ætlaði bara að kasta tilgangslausri kveðju á kappann hehe.

Aron Björn Kristinsson, 7.4.2008 kl. 18:06

4 Smámynd: Adda bloggar

Adda bloggar, 7.4.2008 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband