10.4.2008 | 07:59
Bóksalinn í Kabúl selur ekki Bóksalann í Kabúl
Shah M er betur þekktur sem Sultan í fyrrnefndri bók eftir norska blaðakonu. Hún dvaldi á heimili bóksalans í þrjá mánuði og launaði gestrisnina með rætinni lygasögu um líf fjölskyldunnar, segir hann.
Bókin hefur verið þýdd á 33 tungumál, þar á meðal íslensku. Fyrrverandi eiginkona Shah hrökklaðist til Noregs eftir að bókin kom út á darí, tungumáli Afgana. Sagði að sér væri lengur vært í Afganistan.
Shah hefur nú gefið út sína eigin bók, Það var einu sinni bóksali í Kabúl. Þar blæs hann á kjaftasögur um framhjáhöld og ýmsa haraam hegðun fjölskyldumeðlima.
Hún skildi ekki darí og lýsti atburðum án þess að hafa verið viðstödd," sagði sonur Shah, kallaður Mansoor í bókinni, á meðan við tefldum skák. Lét okkur vissulega hafa dulnefni en hversu margir bóksalar heldurðu að séu í Kabúl?"
Öll þessi frægð hefur að minnsta kosti aukið viðskiptin?
Það er til afganskt spakmæli sem er svona: Ef þú villt verða frægur skaltu skíta í mosku. Allir munu tala um þig en engin við þig," segir hann, grautfúll yfir umfjölluninni.
Ég sagði honum náttúrulega frá því, að ég hafi unnið í bestu bókabúð Evrópu, Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi. Við erum með kaffistofu upp á annarri hæð en viljum ekki opna hana gestum. Bókakaffi er vestrænn stíll og myndi því einungis trekkja að útlendinga. Og þar með yrði staðurinn að skotmarki sprengjuvarga," sagði Mansoor. Hann er nánast tekin við rekstrinum af föður sínum sem dvelur í Kanada um þessar mundir.
Það er allavega rétt farið með gestrisni fjölskyldunnar. Ég ætlaði bara að kíkja á úrvalið en endaði á því að verja hálfum deginum í búðinni. Boðið uppá baunakássu og Mansoor fyllti tónhlöðuna mína af lögum. Hann virtist vita geysilega mikið um Ísland og ætlar að heimsækja Sunnlenska bókakaffið einhvern daginn.
Athugasemdir
það er sniðugt að bera saman Sunnlenska bókakaffið og bókabúðina í Kabúl. Í gegnum augu bóksalasonanna í austri og vestri sjáum við heiminn á mismunandi hátt.
Bóksalinn í Kabúl er ein af þeim bókum sem hefur haft mest áhrif á mig. Ef til vill vegna þess að ég fékk hana lánaða í norræna húsinu til að lesa áður en Magnús fór til Kabúl (um dvöl Magnúsar má lesa á afganistan.blogspot.com)
Bóksalinn er merkilegur og hæfileikaríkur maður sem tekst að lifa í margs konar umhverfi. En hann kúgaði fjölskyldu sína og vald hans og áhrif byggjast á því að láta aðra þræla fyrir sig. Það er mjög magnað hvernig þessi menning þar sem fólk hefur ekkert samtryggingarkerfi nema fjölskylduna að trygging fyrir afkomu og völdum hinna rosknu er fólgin í því að gera börnin að verslunarvöru í gegnum brúðargjaldið. Fyrsta kona bóksalans og að mig minnir dóttir hans eru flóttamenn á Vesturlöndum.
En bóksalinn sem byrjar í upphafi bókarinnar á því að rífa í burtu límmiðanna sem hann hafði límt yfir myndirnar í bókinni er ógleymanleg persóna. Vonandi fær Asne Seierstad einhvern tíma bókmenntaverðlaun Norðurlanda
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 10.4.2008 kl. 08:26
hann ætti að þakka fyrir auglýsinguna!!! mér fannst hann virka dáldið krúttó í sögunni - þetta er ekkert til að stressa sig á fyrir hann
frábært að heyra um þetta fólk, nú er þessi síða orðin snobbblogg fyrir bókmenntanörd
halkatla, 10.4.2008 kl. 18:45
"launaði gestrisnina með rætinni lygasögu um líf fjölskyldunnar",
Það var dálítið gaman að fylgjast með Shaha M, Sultan, þegar hann kom til Noregs til að reka lýgina ofan í Åsne. Með einn af stjörnulögfræðingunum í konungsríkinu var bóksalinn brattur. En að loknum málarekstrinum var mesti móðurinn runnin af kappanaum. Hann tapaði hverri einustu lotu og þáði að lokum heimboð til foreldra Åsne Seierstad, rithöfundarins og átti með henni og fjölskyldunni fína kvöldstund við útigrillið þar sem hann naut góðra vína og dublaði við kvenfólk. Allt í útsendingu í sjónvarpi.
Åsne hinsvegar sá aumur á karlinum og bauðst til að greiða honum nokkurskonar skaðabætur vegna vandræðanna sem han komst í við útgáfu bóakrinnar í Afganistan.
Sjálfur hef ég lesið bókina og finnst hún mjög góð. Einkum eftir að fjölmargir Afganir sem ég umgengst reglulega segja hana mjög góða lýsingu á daglegu lífi millistéttarfólkisins í Kabul.
Svo það er spurning hver launaði hvað með rætinni lygasögu.
GÞÖ
http://orangetours.no/
Dunni, 10.4.2008 kl. 19:38
Thakka innlegginn. gaman ad heyra hina hlid sogunnar.
egill bjarnason (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 09:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.