11.4.2008 | 14:02
Geitagjaldmiðill
Byrjaði daginn snemma.
Fór upp á þak hótelsins til að borða morgunmat (afar áhugavert, ég veit).
Útum gluggann á eldhúsinu sá ég það var kominn nýr hótelgestur. Lifandi geit.
Með nýlagað neskaffi leit ég svo aftur út. Þá lá geitin í jörðinni - hauslaus - og tveir af hótelstarfsmönnunum stóðu yfir henni. Kinkuðu stoltir kolli til mín. Veisla í kvöld
Hótelstjórinn sagðist hafa fengið gripinn upp í skuld. Ein geit eru fjandi margar hótelnætur hugsa ég. Kannski var hann að grínast.
Ég gleymdi að spyrja að einu: Til hvers að slátra henni á hótelinu - uppá fimmtu hæð!?
Þessi sjón bjargaði allavega deginum. Deginum þar sem mitt helsta verk var að iðka þá lista að gera ekki neitt.
Á morgun fæ ég vonandi vegabréfsáritunina til Íran og heimsæki íslenska friðargæsluliða í Kabúl.
Athugasemdir
He he myndaðirðu ekki herlegheitin ?
Kristberg Snjólfsson, 11.4.2008 kl. 14:48
...það er heilmikil list að njóta þess að gera ekki neitt:)
Elín (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 17:18
Gangi þér allt í haginn, líst vel á þig...... verðbólga hvað ?
bara koma sér burtu þar sem geit fæst fyrir hænur og hænur fyrir lamb 
Helga Lúthersdóttir (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 20:38
hvar verðurðu í næstu viku ? ég er að koma
áður en Flugleiðir fara í verkfall
Helga (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 20:42
ah... nyslatrud geit :D
er komin til nepal. drullukuldi herna alltafhreint. thailand eftir ruma viku. heehaw :D
Sara (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 07:53
kuldi er besta ferdavedrid!
Egill Bjarnason, 13.4.2008 kl. 10:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.