. - Hausmynd

.

Friðsöm mómæli kæfð með táragasi og byssukúlum

Handtaka

Ísraelsher beitti táragasi, M-16 byssum, hljóðsprengjum og bareflum gegn friðsömum mótmælendum í smáþorpi í grennd við Ramallah síðastliðinn föstudag. Palestínskur drengur liggur þungt haldinn eftir árás hersins.

-- 

Hvern einasta föstudag undanfarin tvö ár hafa þorpsbúar í smábænum Bil’in í Ramallah-héraði marserað spölkorn út fyrirbæjarmörkin og mótmælt hinum alræmda aðskilnaðarmúr. Með múrnum hefur Ísraelsstjórn rænt yfir helming af ræktunarlandi þorpsbúaanna, eða 450 ólívuekrum sem þekja hundruð hektara.

Eins og kunnugt er hefur múrinn á Vesturbakkanum ekki verið byggður á núverandi landamærum Palestínu og Ísrael heldur innan landamæra Palestínu! Þannig nær Ísraelsstjórn að ræna yfir 40% af núverandi yfirráðasvæði Palestínumanna. En þetta er nú útúrdúr, aftur að mótmælunum:  

Þennan dag voru óvenju margir sem tóku þátt í mótmælunum, um 400 – 500 manns. Flestir þeirra Ísraelar og Vesturlandabúar, þar á meðal ég.  

Áður en arkað var af stað var tekið fram að mótmælendur ættu ekki að beita ofbeldi og þeirri reglu hlýddu allir, eftir því sem ég best veit. Fánaberar leiddu fylkinguna rólega í átt að aðskilnaðarsvæði Ísraels hrópandi hin ýmsu slagorð.

Tugir hermanna biðu átekta á svæðinu en biðu stundarkorn áður en þeir létu til skara skríða.  Fyrstu táragas- og hljóðsprengjunum var kastað í átt að hópi sem hafði farið yfir gaddavírsbelti hersins og stóð því í fremstu víglínu. Ég var fremst að ljósmynda þegar allt fylltist að táragasi. Áttaði mig ekki á því hvað hafði gerst fyrr en mig sortnaði fyrir augun og byrjaði að svima. Náði að forða mér útúr stærsta gasskýinu ólíkt vinkonu minni sem féll í yfirlið í nokkrar mínútur. Þannig hélt þetta áfram þar til herinn var búinn að svæla mig og aðra sem lengst frá. Þess má geta að trikkið gegn gasinu er að bera klút að vitunum og anda að sér lauk til þess að hreinsa augun með tárum.  

Á sama tíma voru hermennirnir að hrekja alla mótmælendur aftur til þorpsins. Sumir, sem létu ekki táragas og sprengjuregn buga sig, fengu að finna fyrir kylfum eða gúmmíbyssuskotum – sem eru oftast venjulegar byssukúlur slíðraðar með gúmmíi og geta því valdið alvarlegum meiðslum. Þar að auki voru tveir ísraelskir mótmælendur handteknir, annar fyrir að standa í vegi fyrir hertrukk. Hvað hinn gerði af sér veit ég ekki en ég ítreka að mótmælendur beittu ekki ofbeldi.  

Eftir rúmlega klukkustund frá því mótmælin hófust hafði hópurinn tvístrast upp. En hermennirnir voru komnir á kreik og héldu í átt að þorpinu. Unglingar frá Bel´in tóku á móti þeim með steinvölum, sem hermennirnir svörðu enn á ný með byssukúlum. Tólf ára palestínskur drengur var skotinn í hálsinn og hlaut alvarleg meiðsl. Alls slasaði herinn  sextán manns þennan dag.  

Svona eru föstudagarnir í Bil´in. Manni finnst samt hafa myndast hálfgerð fótboltabullu stemning í kringum daginn. Vestrænir túristar og ísraelskir anarkistar koma í heimsókn, mótmæla, láta berja sig, fara heim og mæta galvaskir aftur næsta föstudag.  

En breyta mótmælin einhverju? Já. Í fyrsta lagi verða þau til þess að fjölmiðlar beina sviðsljósinu að svæðinu, aðskilnaðarmúrnum og yfirgangi hersins. Í öðru lagi hefur safnast nógu mikið fé til þess að höfða prófmál gegn byggingu múrsins í Bil´in. Og í þriðja lagi sýna þau samstöðu meðal Palestínumanna, Ísraela og Vesturlandabúa gegn þessu skaðræðis virki.

 


Flottinn
Build bridges, not walls

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, ótrúlegt að ráðin með laukin sem hann Eldar gaf okkur hafi síðan dugað þarna. Greinilega vanur maður á ferð ;) En hann sagði samt að það ætti að nudda lauknum í augað, sem gat varla verið satt því það er örugglega álíka vont að setja lauk í augað og táragas. En já, þetta er magnað.

ragnarr (IP-tala skráð) 30.10.2006 kl. 00:22

2 identicon

Hehe. Eldar hefur greinilega misskilid tetta orlitid.

egill (IP-tala skráð) 30.10.2006 kl. 10:41

3 identicon

Það er greinilega ömurlegt ástand þarna...

Elín (IP-tala skráð) 30.10.2006 kl. 13:35

4 identicon

Sæll Egill, ég var að byrja að skoða síðuna hjá þér (þekki þig reyndar ekki, en fann hana í gegnum mbl) og VÁ!, þetta er ótrúleg ferð hjá þér og ég verð að segja að ég dáist af þér að leggja upp í ferð um þessar slóðir. Síðan þín á orðið öruggt sæti á bloggrúntinum hjá mér :)

Góða ferð og góða skemmtun, Erna

Erna (IP-tala skráð) 30.10.2006 kl. 18:35

5 identicon

Sæll Egill, ég var að byrja að skoða síðuna hjá þér (þekki þig reyndar ekki, en fann hana í gegnum mbl) og VÁ!, þetta er ótrúleg ferð hjá þér og ég verð að segja að ég dáist af þér að leggja upp í ferð um þessar slóðir. Síðan þín á orðið öruggt sæti á bloggrúntinum hjá mér :)

Góða ferð og góða skemmtun, Erna

Erna (IP-tala skráð) 30.10.2006 kl. 18:35

6 identicon

Sæll Egill, ég var að byrja að skoða síðuna hjá þér (þekki þig reyndar ekki, en fann hana í gegnum mbl) og VÁ!, þetta er ótrúleg ferð hjá þér og ég verð að segja að ég dáist af þér að leggja upp í ferð um þessar slóðir. Síðan þín á orðið öruggt sæti á bloggrúntinum hjá mér :)

Góða ferð og góða skemmtun, Erna

Erna (IP-tala skráð) 30.10.2006 kl. 18:41

7 identicon

Sæll Egill, ég var að byrja að skoða síðuna hjá þér (þekki þig reyndar ekki, en fann hana í gegnum mbl) og VÁ!, þetta er ótrúleg ferð hjá þér og ég verð að segja að ég dáist af þér að leggja upp í ferð um þessar slóðir. Síðan þín á orðið öruggt sæti á bloggrúntinum hjá mér :)

Góða ferð og góða skemmtun, Erna

Erna (IP-tala skráð) 30.10.2006 kl. 18:41

8 identicon

Vert er að taka fram að skv. 3 reglugerð blogglaga eru endurtekningar á innleggum vítavert brot.

Kerfisstjórn (IP-tala skráð) 31.10.2006 kl. 17:32

9 identicon

Sæll Egill! Getur þú ekki reddað smá táragasi til að gefa í jóla- og tækifærisfjafir hérna heima?  Væri nýstárlegt, ekki satt?    Meiri glannaskapurinn í þér annars, svei!   Ætlardu ad taka folk a taugum herna?

Jón (IP-tala skráð) 31.10.2006 kl. 22:03

10 identicon

Verst við þetta allt saman að ég heyrði ekkert í fréttum á Íslandi um þetta. Leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál

Yousef (IP-tala skráð) 1.11.2006 kl. 08:14

11 identicon

Einu fréttirnar koma frá Gaza.

ragnarr (IP-tala skráð) 1.11.2006 kl. 11:32

12 identicon

EGILL !!! KRAKKAVEÐRIÐ ER AÐ FARA BYRJA AFTUR ! :D :D :D

ragnarr (IP-tala skráð) 1.11.2006 kl. 11:33

13 identicon

Krakkaveðrið virkilega að byrja aftur. Þetta eru bestu fréttir sem ég hef fengið frá Íslandi. Loksins get eg skilið veðurfréttirnar á ný.

egil (IP-tala skráð) 1.11.2006 kl. 18:10

14 identicon

Laukurinn virkar alltaf vel. Farðu varlega Egill - og gangi þér áfram sem allra best í Palestínu! -Eldar

Eldar Ástþórsson (IP-tala skráð) 5.11.2006 kl. 22:23

15 identicon

jæja egill nú þarftu að fara rita niður einhver ævintýri! nema þú viljir að við álítum þgi látin! en það er nú lítill möguleiki á því ... þú ert harður strákur ... komin uppúr hagahverfinu

kristo (IP-tala skráð) 11.11.2006 kl. 02:32

16 identicon

egill sendu mér myndina á mailið mitt :D

ragnarr (IP-tala skráð) 12.11.2006 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband