. - Hausmynd

.

Erik frá Írlandi

Oft er mikill munur að vera frá Íslandi.

Stærsti kosturinn er að þurfa ekki stöðugt að vera afsaka heimlandið. „Bush! Bush! Vondur!!!" Þetta eru viðbrögð sem Bandaríkjamenn fá í þriðja heiminum. Það er að segja ef þeir þykjast ekki vera frá Kanada eða eitthvað álíka. Bretar og Danir fá sinn skerf af dissi. Verst er samt að vera frá Ísrael og þurfa að verja þjóðarmorð.

Fæstir vita reyndar hvar í heiminum Ísland er. Þykjast ýmist þekkja það eða svara eins og ég hafi mismælt mig: „Ísland? Meinarðu Írland?"

Þegar kemur að íbúafjöldanum halda enn fleiri að sér hafi misheyrst eða það sé eitthvað bogið við enskukunnáttuna mína. Þrjár milljónir. Þrjúhundruð milljónir. Hljómar líklegra en þrjúhundruð þúsund.

Ég er löngu hættur að nenna útskýra nafnið mitt fyrir fólki. Kynni mig sem Erik.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mín reynsla er að það er langfljótlegast að samsinna bara öllu sem fólk segir þegar það vill ræða við mann um heimalandið.

"Jájá, það er alveg rétt, ég bý í snjóhúsi. Tveggja hæða með bílskúr..."

"Að sjálfsögðu meinti ég Írland. Kjáninn ég að gleyma hvað landið mitt heitir"

Og svo framvegis.

Máni Atlason (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 00:45

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

You mean Ireland?

Hólmdís Hjartardóttir, 16.4.2008 kl. 03:14

3 Smámynd: Aron Björn Kristinsson

Hehe snilld. Erik the red from Ireland. Skemmtilegt það.

Aron Björn Kristinsson, 16.4.2008 kl. 10:55

4 identicon

Var það ekki Churchill sem fyrirskipaði að það skyldi skrifa Iceland(c) og Irland(r) til að fyrirbyggja misskilning á meðan á heimsstyrjöldinni seinni stóð.

Einnig heyrði ég þá skýringu manna í Kingston, Ontario í Kanada á virki einu þar í bæ að það hefði verið reist þar vegna þess að byggingarefnið hefði verið sent á ranga adressu.

Virkið átti nefnilega að rísa í Kingston, Jamaica.

Sigvaldi Eggertsson (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband