16.4.2008 | 12:38
Lygar og geðþóttaákvarðanir
Kvörtunarbréfið virkaði! Eða kannski voru það hótanirnar ...
Síðastliðinna viku hef ég farið ótal fýluferðir í Íranska sendiráðið í Kabúl. Beðin um að koma aftur og aftur á meðan sendiráðsmennirnir væru að bíða eftir samþykki frá yfirvöldum í Tehran. Í gær barst loksins svar, stutt og laggott: Nei.
Til þess að fá nánari útskýringu bað ég um fund með sendiráðsmanninum. Hann skýldi sér bak við ákvörðun yfirmanna sinna. Meðan hann útskýrði umsóknarferlið, ímyndaði ég mér það einhvern vegin svona:
Nefnd situr við hringborð. Horfir á myndirnar af umsækjendunum. Fundarmaðurinn með stærstu gleraugun ræskir sig og tilkynnir að allir sem byrji á pé fái vegabréfsáritun í dag.
Ég sagði að þessi ákvörðun kæmi sér afar illa. Fyrir okkur báða. Upplýsti hann um að Ísland væri eitt auðugasta ríki heims og hefði fyrir mánuði undirritað viðskipta og vináttusamning við Íran. Í því ljósi myndi það án efa komast í fréttirnar ef frægum leikara eins og mér yrði neitað um inngöngu. Þar að auki ætti ég íranska vini og bókað flug frá Theran til London. Þvílík haugalygi frá upphafi til enda.
Vegabréfið mitt er nú í sendiráðinu og áritunin verður tilbúin í fyrramálið - inshalla.
Ótrúlegt geðþóttaferli.
Athugasemdir
He he snillingur ertu
Kristberg Snjólfsson, 16.4.2008 kl. 13:25
Mér er nú hætt að lítast á þig Erik!...en vonandi gengur þetta eftir og þú kemst til Íran.
Elín (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 13:28
Hahahahahah... verð að prófa þetta líka ef ég lendi í veseni með þá.
herdís (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 14:20
hahaha snilld
Sema Erla Serdar, 16.4.2008 kl. 15:38
Haha vá, þú er snillingur:D Góð hvít lygi.
Aron Björn Kristinsson, 16.4.2008 kl. 18:14
Það er mjög barnalegt af þér að kenna umsóknarferlinu um að þér gangi illa að fá vegabréfsáritun, þegar sökin er augljóslega þín, að heita ekki nafni sem byrjar á pé.
Máni (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 20:24
Vonandi áritunin gild báðar leiðir
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 16.4.2008 kl. 20:46
pjakkur!
Bjarni Harðarson, 16.4.2008 kl. 23:38
Hehe þú sagðir satt með að þú værir leikari....... í mjög svo vafasömu leikriti... í augnablikinu allavega .....ehemm frakkur ertu maður minn lifandi
þú verður bara að fara þangað daglega, það hlítur að vera einhver endir á stafrófinu þeirra og hver veit nema þinn dagur komi hahahahha
GANGI ÞÉR VEL !!!
Helga Lúthersdóttir (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 22:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.