19.4.2008 | 16:06
Valmúavandinn
Vegna umfjöllunar fyrir 24 stundir sökkti ég mér ofan í ópíumvanda Afganistan á dögunum. Hitti valmúabónda, smyglara og meðferðarlækni.
Þrátt fyrir átak alþjóðasamfélagsins hefur valmúaræktun aldrei verið meiri í Afganistan. Dauðasveitir talibana hagnast um milljarða, lögreglumenn eru gegnsýrðir af spillingu og dópistum fjölgar stöðugt.
Maður spyr sig hvort þetta sé ekki vonlaus barátta. Álíka gáfuleg markmið og að reyna útrýma minknum á Íslandi. Einhvern vegin verða bændur að skrimta og heróínsjúklingar í Evrópu að fá sinn skammt.
Lögleiðing myndi auka öryggi í landinu. Talabanar fengju ekki lengur borgað fyrir að vernda valmúaakrana. Fjármunum alþjóðasamfélagsins varið í þarfari verkefni. Embættismenn gætu ekki lengur hagnast á samstarfi við smyglara. Og fíklarnir ... tja - þeir verða hvort sem alltaf til staðar. Eru ekki síður afleiðing atvinnuleysis og bágborinnar heilsugæslu.
En segjum að yfirvöld nái að útrýma valmúaræktun. Götuverð á heróíni myndi í kjölfarið snarhækka í Evrópu. Dópistar þyrftu að ræna fleiri sjoppur til að fjármagna neysluna. Allt þangað til ræktunin sprytti upp í einhverju öðru landi.
Greinin birtist vonandi þegar ég kemst nær nútímanum, til Íran. Netið í Afganistan er of tregt til að hlaða upp myndum.
Athugasemdir
Þessi baráttia er endalaus og eins og þú lýsir þessu þá liggur við að maður gæti samþýkkt lögleiðingu en það hefur bara enn frekari afleiðingar um allan heim. Barátta gegn fíkniefnum er endalaus. En að sleppa taumnum er held ég ekki lausn. En það hlýtur að vera einstakt að upplifa það að vera þarna og sjá hversu ólíkir heimar þetta eru.
Sigurlaug B. Gröndal, 19.4.2008 kl. 18:49
Undarlegt með Talibanana, þeir vildu ekki sjá ópíumræktina á meðan þeir voru við stjórnvölin, en vilja nú ólmir taka að sér að vernda akrana. Allt er í heiminum hverfult.
Takk fyrir fróðlega og skemmtilega pistla.
Sveinn Atli Gunnarsson, 19.4.2008 kl. 20:54
hvenær kemur tonnið mitt?
arnþór (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 23:42
Það er löngu kominn tími til að fara að skoða aðrar leiðir. Þetta fíkniefnastríð er gersamlega tilgangslaust og það er með ólíkindum hve heilaþveginn almenningur er. Það ríkir alger rétthugsun í þessum málum og þeir sem gera sér grein fyrir hversu vitlaust þetta er þora ekki að láta í sér heyra.
Fólki til fríðleiks vísa ég á eftirfarandi hlekk: http://www.leap.cc/cms/index.php
Theodór Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 09:55
Takk fyrir fróðlegan pistil.
Algerlega sammála Theodóri Gunnarsyni, " The War on Drugs " er sorglegur brandari þegar nánar er gáð, endilega kíkið á LEAP hlekkinn sem hann setti hér inn fyrir ofan, þar er fólk sem VEIT hvað það er að tala um af mikilli reynslu og hefur af störfum sínum í þessu stríði séð VERRA en gagnsleysi bannstefnunnar.
Georg P Sveinbjörnsson, 20.4.2008 kl. 14:52
hmm.. ekki kaupa eplatóbakið af þessum gaurum
Ragnar Sigurðarson, 20.4.2008 kl. 15:54
talibanarnir stodvudu opiumraektun arid 2001. eingunis gert til thess ad vesturlond myndu vidurkenna stjorn theirra og gefa theim saeti i sameinudu thjodunum, ef mer skjatlast ekki. skiptar skodanir eru um hversu litil raektunin var 2001, arid sem theim var steipt af stoli.
Egill Bjarnason, 20.4.2008 kl. 18:38
Þeir komust hins vegar að þeirri niðurstöðu á Suðurlandinu að skynsamlegra væri fyrir sunnlenska bændur að framleiða bjór en heróín, enda væru nú þegar stórneytendur allt um kring. Og ég yrði nú ekki hissa ef þeir myndu leggja leiðslu héðan til Íran og Afganistan, og dæla þangað Skjálftanum sem mest þeir mega.
Þarna fyrir austan er margt fólk sem er ekki enn komið á áfengisbragðið, og það væri nú mikið vit í að gera áfengismarkaðsrannsóknir á þessum slóðum, fyrst þeir eru svona hrifnir af heróíni, kallarnir.
Farðu varlega, Egill minn.
Þorsteinn Briem, 20.4.2008 kl. 19:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.