20.4.2008 | 18:51
Lærisveinn múlla
Fór húsavillt í Herat og lenti í teboði með lókal múlla og lærisveinum hans. Vegna tungumálaörðugleika héldu þeir að mín bók" væri kóraninn. Áður en ég vissi af, voru fyrir framan mig heilög vers á arabísku og fjörtíu starandi augu sem biðu þess að ég hefði upp rausn mína. Mér til undrunar var ég útskrifaður með einkunnina Islam kam kam, smávegis íslam.
Veit ekki hvort það hafði eitthvað með heimsóknina að gera, en daginn eftir vaknaði ég klukkan fimm og fylgdist með morgunbænum í Föstudagsmoskunni í Herat.
Athugasemdir
Flottir strákar á myndinni. Ég vona að þú hafir vit á að klæða þig svona hversdags þegar þú kemur heim, Egill minn.
Þorsteinn Briem, 20.4.2008 kl. 19:51
Ég held að þú tækir þig vel út með vefjahött litli kam kam
Aron Björn Kristinsson, 20.4.2008 kl. 22:33
Afar áhugaverð ferð hjá þér Egill og skemmtilegt blogg. Gangi þér allt í haginn.
Svanur Gísli Þorkelsson, 20.4.2008 kl. 23:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.