. - Hausmynd

.

Eyðimerkurganga

Garmeh er tvö hundruð manna bær, með örlítið færri úlföldum, í miðri eyðimörk Íran. Þangað ætla ég. Ekki á hraða Gunnars Egilssonar ofurpólfara, heldur fótgangandi frá Yazd, þar sem ég er nú. Úr því að leiðin er um þrjú hundruð kílómetrar reyni ég kannski að fara spölkorn á puttanum.  

Væri ég skáld, hefði ferðin einhvern væmin tilgang, eins og hamingjuleit undir stjörnubjörtum himni. Væri ég íþróttamaður yrði markmiðið að slá met. Væri ég sagnfræðingur myndi ég fylgja sporum Marco Polo. En ég er bara langt genginn áhugamaður um eyðimerkur og ferðalangur í leit að tilbreytingu.

Það er engin heitur reitur í boði Vodafone í eyðimörkinni. Þannig að, hér birtist ekkert næstu daga. Eftir það fáið þið að heyra alla sólar(ríku)söguna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvenær verðurðu kominn til Tehran og hversu lengi ertu að spá í að vera þar, Egill minn?

Ég er með netfangið steinibriem@hive.is ef þú vilt senda mér línu.

Þorsteinn Briem, 22.4.2008 kl. 16:15

2 identicon

vá hvað ég vildi að ég væri þarna ............... bara augnablik .... er svo mikill flakkari í eðlinu...

Helga Lúthersdóttir (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 21:48

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Alltaf jafn gaman að kíkja á bloggið þitt og sjá hvað þú ert að bjástra. Gangi þér vel.

Greta Björg Úlfsdóttir, 22.4.2008 kl. 22:38

4 Smámynd: Aron Björn Kristinsson

Snilldin ein, passaði þig á sólstingnum;) hehe

Aron Björn Kristinsson, 23.4.2008 kl. 00:24

5 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Flott skrifad hja ter.  Rosa gaman ad fylgjast med aefintyrum tinum tarna.  Gangi ter vel og vonandi verda nog  vatnsbyrgdir med ter i eydimorkinni.

kaer kvedja fra Tyskalandi

Kolla

Kolbrún Jónsdóttir, 23.4.2008 kl. 16:23

6 Smámynd: Anna Guðný

Gleðilegt sumar

Anna Guðný , 24.4.2008 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband