. - Hausmynd

.

Erfiðleikar í eldhúsinu

Fyrst skildi ég ekki hvers vegna hótelstjórinn í Yazd var svona glaður að heyra að ég væri að fara. Svo kom í ljós að hann rak annað hótel í eyðimerkurbæ, miðja vegu milli Yazd og Garmeh. Og þangað vantaði enskumælandi starfsmann í tvo daga. Vinnan yrði launuð með mat og ókeypis gistingu eins lengi og ég vildi. „En ekki lengur en í fimm ár," sagði hann þegar við handsöluðum þennan díl.

Hótelið var nýopnað og undirlagt af þjóðverjum þegar mig bar að garði. Mitt hlutverk var að þjóna gestunum, aðallega kringum matmálstíma. Samstarfsmaður minn í eldhúsinu var kona um sextugt sem talaði enga ensku. Um kvöldmatarleyti vorum við eina vinnufólkið á staðnum. Hún gaf skipanir á farsí en vissi samt að ég skildi aðeins einstaka orð. Þegar ég skildi ekki eitthvað, hækkaði hún bara róminn og endurtók sig þangað til málin leystust.eldabuska

Samskiptin í eldhúsinu væru fyndin á vídjó. Dvergvaxin gömul kona, hálfpartinn að öskra á mann sem gerir sig skiljanlegan með því að leika hlutina; þykist vera að sópa, borða melónu og fleira.

Þrátt fyrir allt lærði ég ýmislegt af henni:

Pilsnerdós má ekki vera inn í ísskáp lengur en tvær klukkustundir. Ella springur hún.

Tannkrem er best við brunasárum. Bölvuð vitleysa að vera sulla með kalt vatn.

Það er dauðasynd að henda brauði. Annar matur á að fara beint í tunnuna.   

Er ekki frá því að ég hafi kvatt konuna með söknuði, áður en ég hélt af stað lengra inn í eyðimörkina ... 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Stórskemmtileg og myndræn frásögn. Það hefði verið eins og þú segir bráðfyndið að horfa á þetta í vídeói! Hún var góð greinin eftir þig í blöðunum um daginn. Endilega sendu meira af frásögnum úr þessari einstöku ferð þinni. Hafðu það ætíð sem best. Kveðja úr Þrolákshöfn.

Sigurlaug B. Gröndal, 30.4.2008 kl. 17:05

2 identicon

það er nú gott ef þú getur lært eitthvað þarna ;) hehe

eva systir (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 17:13

3 Smámynd: Aron Björn Kristinsson

Vá hvað maður sér þetta fyrir sér hehe:D

Aron Björn Kristinsson, 30.4.2008 kl. 21:29

4 Smámynd: Adda bloggar

alltaf gaman að koma hér við

Adda bloggar, 30.4.2008 kl. 23:12

5 identicon

Skemmtilegt ferðablogg. Hlakka til að sjá næsta pistil og gott að vita að fleiri en ég hafa gert sér grein fyrir hvílíkt glapræði það er að geyma pilsner klukkutímum saman inn í ísskáp.

Atli Harðarson (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 12:28

6 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Alltaf lærir maður eitthvað nýtt!

Heimir Eyvindarson, 1.5.2008 kl. 16:47

7 identicon

Ef þú hittir konuna aftur máttu segja henni að ég styð tannkremskenninguna.

Annars afar skemmtilegt blogg.

Máni Atlason (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband