. - Hausmynd

.

Fann fátækan Frónverja

Saell. Er i Yazd nuna og verd allavega eina nott i vidbot. Ertu enntha herna? Og a hvada hoteli?

 

Þessi skilaboð blöstu á tölvuskjánum á netkaffi einu í Yazd. Þegar ég var við það að senda svarið, kom inn útlendingur með ansi kunnuglegan hreim. Þetta reyndist vera sendandinn, Eyþór Magnússon. Vesturbæingur á ferðalagi þvert yfir Asíu í slagtogi við einhvern Kristjan sem er á sólótúr um þessar mundir.eythormagnusson

Eyþór er fátæklingur með debetkort. Klikkaði á að taka með sér nóg reiðufé til Íran, landsins þar sem ekkert alþjóðlegt plast er tekið gilt vegna viðskiptabanns í tengslum við „stríðið gegn hryðjuverkum". Að því gefnu var auðvelt að dobla hann í vinnu á hótelinu mínu í Yazd.

Ég hyggst senda The Economist fréttaskot. Segja þeim að efnahagsástandið á Íslandi sé orðið svo kolsvart að alþýðan neyðist til að gerast draugaverkamenn í Íran.

 Í framhjáhlaupi má nefna að ég sá um daginn hálfsíðuúttekt á efnahagslífinu á Íslandi í dagblaðinu Tehran Times.

Þjófar athugið: Ég er vel múraður af dollurum. Samt næstum lentur í sama veseni og Eyþór. Síðustu dagana í Kabúl hætti debetkortið mitt nefnilega að virka. Sem betur fer bauðst friðargæsluliðinn Herdís Sigurgrímsdóttir til að hlaupa undir baggann. Hún er reyndar líka á leiðinni til Íran á næstu dögum.

Skildi hana vanta vinnu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Íslendingar eru út um allt það er nokkuð ljóst

Kristberg Snjólfsson, 3.5.2008 kl. 08:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband