3.5.2008 | 10:35
Spurningaflóð
Ég er að hugsa um að fá mér bol með þessari áletrun:
EGILL
SEGI ALLT GOTT
ÍSLANDI
TVÍTUGUR
ÓKVÆNTUR
HEIÐINGI
Myndi kannski minnka áreitið í Íran og fleiri löndum. Heimamenn svífa á mann út á götu og byrja á dæmigerðu snakki: Hvað segirðu? Hvað heitirðu? Hvaðan ertu? Hvað ertu gamall? Ertu kvæntur? Muslimman?
Þeir sem tala þokkalega ensku geta oft verið frumlegir: Hefur þú farið á næturklúbb? Hlustarðu á Michael Jackson? Hvað finnst þér um persneskar konur?
Eftir því sem ég læri meira í farsí, sem er keimlíkt tungumáli Afgana, darí, hef ég tekið eftir því að heimamenn heilsast oft með ýktri kurteisi. Spyrja án þess að bíða eftir svari: Hvað segirðu? Allt gott? Er dagurinn góður? Er heilsan góð? Hefur fjölskyldan það gott? Megir þú lengi lifa." Með öðrum orðum: Hæ."
Hins vegar toppar engin afganskan kaupmann í krummaskuðinu Faizabad. Eftir að hafa virt mig lengi fyrir sér, spurði hann loks með semingi:
Súdan?"
Athugasemdir
Þú ert kannski orðinn svona sólbrúnn eftir volkið í suðurlöndum?
Vésteinn Valgarðsson, 3.5.2008 kl. 14:03
halkatla, 3.5.2008 kl. 14:57
Sæll Egill.
Gaman að fylgjast með síðuni þinni. Þú ert nú aldeilis meiri ævintýramaðurinn, þú ferð að verða eins og Jón Indíafari. Ég þekki nú aðeins til þín, er fæddur og uppalin í Tungunum og garðyrkjubóndasonur eins og pabbi þinn og þekki hann ágætlega og til þíns fólks, þess vegna hef ég nú kanski enn meira gaman af þessu.
En þetta með að hann héldi að þú værir frá Súdan fannst mér alveg bráðfyndið. Því ég man ekki alveg hvaða íslenskt skáld orti eitt sinni kvæði þar sem þetta kemur fram þegar hann segir hvað fólk sé í raun allsstaðar líkt. Já og mikið svipar því til fólkið í Súdan og Grímsnesinu. Þetta er kanski ekki alveg orðrétt hjá mér og ég man ekki alveg hvaða skáld þetta var, en giska á HKL eða Jóhannes úr Kötlum.
En jú Grímsnesið er nú einu sinni nágranna sveit við Tungurnar, þannig að var það furða að hann sæi svipinn þessi Afganski kaupmaður.
Gangi þér svo allt í haginn Egill og farðu varlega og takk fyrir mjög áhugaverðar greinar.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 15:47
eva (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 23:00
Eitt kvöld leiddu atvikin okkur saman.
Ég var ungur og sæll og glaður.
Því kannski var þetta árið áður
en ég varð bindindismaður.
Og gat ég annað en gengið til móts við
þá gleði, sem hönd sína rétti
tveim ólíkum verum sem áttu þó heima
á einum og sama hnetti?
Og meðan kvöldljósin kynjabirtu
um kristal og silki hlóðu,
og naktir armar og hrjúfir hljómar
hverfðust í glitrandi móðu,
mér dvaldist við hennar dökku fegurð.
Samt dáðist ég enn meir að hinu,
hve hjörtum mannanna svipar saman
í Súdan og Grímsnesinu.
(Eftir Tómas Guðmundsson.)
Þorsteinn Briem, 4.5.2008 kl. 00:34
Hei Egill
Kem til Yazd a manudagsmorgni (a morgun). Ef thu ert thegar kominn til Shiraz, bidurdu tha ekki eftir mer thar?
Reyndi ad senda ther post en thad var einhver sia sem blokkadi gmailid mitt...
bestu,
Herdis
Herdis (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 12:46
bestu thakkir fyrir ljodid!
sjaumst i yazd a morgun, herdis.
Egill Bjarnason, 4.5.2008 kl. 16:23
ja, heyrdu, eg er a oriant hotelinu, beint a moti silk road, sem er ad finna i lonley planet.
Egill Bjarnason, 4.5.2008 kl. 16:24
Ég rakst á mynd af þér þáðan sem gæti stutt þessa hugdettu Afganans. Þú ert með rosalega stóra og svarta hárkollu á henni:)
Elin (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 00:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.