. - Hausmynd

.

Manía

Ég er enn að vinna á veitingastað Oriant hótelsins. Þægilega rólegt starf til að byrja með. Reyndar voru vinnufélagarnir óþolandi kurteisir í upphafi. Kunnu ekki við að láta útlending vinna.

Það var ekki fyrr en forstjórinn steig upp frá veikindum að maður þurfti virkilega að spýta í lófana. Hann er gjörsamlega manískur. Og slíkum brjálæðingum þykja gjarnan allir vera letingjar. „Svefn er fyrir aumingja, frítími fyrir landeyður og sólböð fyrir hálfvita." Þetta verður sennilega titilinn á ævisögunni.

hotelkollegarFrændi hans er líka ofvirkur og á það þess vegna til að tala áður en hann hugsar. Dæmi: Síðustu gestir kvöldsins voru að fara. Frændinn, sem starfar sem þjónn, var á léttu snakki við leiðsögumann, roskna persneska konu. Samtalið endaði á því að hann hljóp skellihlæjandi inn í eldhús og konan labbaði út, hissa á svipinn. 

„Hvað gerðist?"

„Haha! Ég sagði við konuna: „Þú ert of feit.""

„Ha? Afhverju?"

„Ekki hugmynd. Bara missti þetta útúr mér."

Kollegar minir i Yazd. Thessi i graena bolnum er hreinskilni thjonninn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aron Björn Kristinsson

Gott að Íranir fái að kynnast gamla og góða sveitadugnaðinum hehe.

Aron Björn Kristinsson, 4.5.2008 kl. 22:11

2 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

He he svona eiga þjónar að vera

Kristberg Snjólfsson, 5.5.2008 kl. 07:56

3 Smámynd: Bjarni Harðarson

þetta er greinilega alvöru fólk sem þú ert í félagsskap við

Bjarni Harðarson, 5.5.2008 kl. 08:22

4 Smámynd: Josiha

Hahahaha...

P.S. Okkur Gumma hlakkar til að fá þig heim. Það vantar annan action ljósmyndara á Suðurlands undirlendið

Josiha, 5.5.2008 kl. 10:49

5 identicon

Geturðu ekki komið því til leiðar að klæða konurnar úr þessum fjandans poka.....eða er þetta komið til að vera að eilífu ?

Margrét Sig (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband