5.5.2008 | 17:08
Gellubær
Hættur að vinna og kominn til Esfahan i slagtogi vid Herdisi friðargæslulida. Ætlaði að fara til Shiras en finnst það of mikil krókaleið. Vil eyða sem mestum tíma í norðurhluta landsins.
Ef maður nefnir Shiras við heimamenn, fara þeir undantekningalaust að tala um goðsagnakennda fegurð kvenfólks í bænum. Á mínum ferðalögum hef ég nú heyrt svipaðar sögur og sjaldan mikið mark á þeim takandi. Held að sumir sem fari til Shiras, séu stöðugt að skima eftir sönnun. Svo þegar þeir sjá sæta stelpu, kinka þeir kolli með sjálfum sér. Jújú, þær eru gullfallegar hérna.
Esfahan er fræg fyrir teppi, shisha-kaffihús og fallega borgarmynd.
Athugasemdir
Saell felagi
Thakka fyrir godar stundir a vatnssafninu. Ogleymanlegt. Goda ferd afram!
Eythor (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 18:43
Eg tok ekki eftir einni einustu gellu i Shiraz... Isfahan var betri.
Kristjangud (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 15:04
Vildi ad eg vaeri tharna med ykkur! Dasamlegur stadur og get ekki bedid eftir ad fara thangad aftur.
Kvedjur fra Svithjod, SigrunA
Sigrun Andresdottir (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 05:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.