. - Hausmynd

.

Á flótta undan ástarböðlum ríkisins

„Fljótur, beygðu hingað," sagði vinkona mín skyndilega þegar við vorum á gangi um Tehran. „Bílar trúarlöggunnar eru þarna handan við hornið. Ekki kíkja!"Tehranpar

Hún var fyrr um daginn búin að vara mig við. Siðgæðisverðir ríkisins gætu verið á sveimi á fjölförnum stöðum. Við yrðum handtekin fyrir að vera - ógift - á labbitúr. Hún þyrfti í kjölfarið að gangast undir læknisskoðun og ef það kæmi á daginn að hún væri spjölluð mey, yrðu mér settir afarkostir. Annað hvort að giftast dömunni eða láta höggva af mér aðra höndina og annan fótinn. Góðu fréttirnar eru að ég fengi að velja hvort það yrði hægri eða vinstri limir.

Ehnaz býr í Tehran og er vinkona bloggbróður míns, Steina Briem. Sá var svo hugulsamur að láta hana vita að ég væri á þvælingi um landið.

Þetta var kærkomið boð. Á ferðalögum um íhaldsöm samfélög sakna ég þess oft að heyra sjónarmið kvenna. Ég tala nú ekki um að fá að sjá framan í þær.

Svosem engin rómans enda aldursbilið talsvert. „Þú lýtur út fyrir að vera eldri á myndinni á blogginu þínu," sagði hún eftir stutt snakk. Dæmigerð setning á blindu stefnumóti.

Ég lofaði að birta enga mynd né nota rétt nafn. Hún er of paranojud, líkt og þeir sem búa við ógnarstjórn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það hefði verið skemmtilegra fyrir okkur öll ef þú hefðir þurft að kvænast dömunni og aldursmunurinn er nú ekki nema níu ár.

Auk þess hefur hún sagt mér að þú sért góður drengur. Blink blink!

Góða ferð til Sýrlands og ástandið virðist vera að róast í Líbanon:

http://news.bbc.co.uk/2/hi/middle_east/default.stm

Með kærri kveðju,
Steini

Var að fá skeyti frá pabba þínum og ég held að óhætt sé að birta það hér:

"no – i don´t think i´m able to change his travel plans – even when he was just a kid (17 years old) and decided to og to palestine i couldnt do anything and his grandmam always blamed me for not stopping him. only thing i got him to do is to send me a message as often as possible so we will be able to sleep when he is not writing in his blogg for couple of days. so one day this winter when i was sitting in my chair at my working place suddenly popped up a message, a very short one but valuable on my screen, only three words; „er á lífi“, what would be in english translated in two words; „still alive“ – and then nothing for days. what a torture but i´m also proud of him and you are right steini, he is an föðurbetrungur, - i leave it to you to translate this into english."

Þorsteinn Briem, 11.5.2008 kl. 12:20

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Föðurbetrungur"? - Nei, ég segi nú bara svona. Ekki að ég viti það, eins og hún amma mín sagði.

Til eru "föðurverrungar" eða "verrfeðrungar" en þeir eru náttúrlega ekki margir.

Góða skemmtun á basarnum í dag, Egill minn!

Þorsteinn Briem, 11.5.2008 kl. 12:35

3 identicon

Ég reikna með að kvenkostur þurfi að vera heldur lítið aðlaðandi til að maður fórni hönd og fót frekar en að láta sig hafa það að giftast...

Máni (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 19:56

4 identicon

http://ea.blog.is/blog/ea/#entry-536144

Ekki ómerkari maður en Eyþór Arnalds að fjalla um þig Egill!! 

Máni (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband