12.5.2008 | 09:22
Nei, nei og aftur nei
Tarof kalla Persarnir það sem er fyrir mér ruglingsleg gestrisni. Orðið er notað yfir þann sið heimamanna að bjóða eða hafna einhverju án þess að meina það.
Með því getur til dæmis fátæklingur haldið reisn með því að bjóða upp á mat þó að búrið sé tómt. Samkvæmt venjunni á maður að hafna boðinu þrisvar en ef viðkomandi heldur áfram eftir það er honum alvara.
Þetta var áberandi þegar ferðamenn voru að reyna tipsa vinnufélaga mína á hótelinu í Yazd. Þeir harðneituðu í fyrstu og fæstir föttuðu að endurtaka boðið í þrígang.
Til þess að sleppa við formlegheitin dugar stundum að segja einfaldlega no tarof".
Kaupmenn i hijab-verslun.
Athugasemdir
Takk fyrir ábendinguna, alltaf gott að kunna siði og samskiptavenjur innfæddra.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 12.5.2008 kl. 10:34
Kjánalegur siður, en gott að vita þetta ef maður skyldi nú einhvern tíman kíkja þangað.
Aron Björn Kristinsson, 12.5.2008 kl. 17:59
Adda bloggar, 13.5.2008 kl. 00:08
Í Njáls sögu segir ein persónan, að mig minnir: "Trúa myndi ég ef Njáll segði mér þrisvar." Sú hugmynd að það sé lítið að marka hvað menn segja í fyrsta og annað sinn er því þekkt norður hér frá fornu fari en að taka ekki mark á mönnum í þriðja sinn er samt fulllangt gengið.
Atli Harðarson (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 17:05
Þeir eru greinilega Mjög Fornir þarna í Persíá!
Greta Björg Úlfsdóttir, 14.5.2008 kl. 01:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.