12.5.2008 | 09:21
Miskunnsami rútubílstjórinn
Ég var rammvilltur í Tehran. Dauðþreyttur en of nískur til að taka leigubíl. Stökk inn í rútu sem ók framhjá og sagði bílstjóranum hvert ég vildi fara. Fáðu þér sæti."
Stóð ekki upp fyrr en rútan tæmdist á einhverskonar Hlemmi. Bílstjórinn sagði eitthvað óskiljanlegt við mig en handapatið gaf til kynna að ég ætti að vera um kurt.
Stuttu síðar var fjörtíu sæta rútu með einum áttavilltum farþega og brosmildum bílstjóra ekið um miðbæ Tehran. Bjargvætturinn minn kjaftaði út í eitt á persnesku og hafði þann glannalega sið að horfa framan í mig - en ekki á veginn - þegar hann vildi leggja áherslu á orð sín.
Ég vissi ekki hvernig á átti að þakka honum þegar hann stoppaði á staðnum sem ég spurði um í upphafi.
Athugasemdir
Það kemur sér alltaf vel að hitta á miskunsama Samverja:)
Aron Björn Kristinsson, 12.5.2008 kl. 17:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.