. - Hausmynd

.

Af smyglara, spellvirkjum og spjöllurum

Lestarferdin mikla

Damaskus EXPRESS var tíu tímum á eftir áætlun.

Byrjaði á að deila klefa með þremur Írönum; tveimur miðaldra mönnum og einum tvítugum. Allir ókunnugir. Samt kjaftaði á þeim hver tuska alla leiðina. Ég hlustaði á óskiljanlegar sögur milli þess sem ég gluggaði í Freakonomics.

 Á öðrum degi, þegar ég var að slæpast um lestina, sveif einn þjónninn á mig og bauð mér sígarettu. Spurði svo, líkt og hann væri að bjóða mér te eða kaffi, hvort ég vildi ópíum. „En hvað með marijúana?"lestarstjori

Líkt og þessi kærulausi smyglari komst ég hratt og örugglega gegnum landamæraeftirlit Tyrklands. Í stað þess að vera spurður að því hvað væri í bakpokanum vildi tollgæslumaðurinn vita hvað herra Guðjónsen væri að gera þessa dagana. „Er hann ennþá að spila með Barcelona?"

Persneskar gellur um borð, sem lögum samkvæmt voru vafðar í svarta skikkju með blæju yfir hárinu, losuðu sig fljótt við múnderinguna eftir að lestin ók úr Íran.

Aðra nóttina var barið að dyrum í lestarklefanum og kallað: „Allir upp á dekk! Landkrabbar!" Okei, kannski ekki alveg en við þurftum semsé að taka tyrkneskan Herjólf yfir Van-vatnið svokallaða.

tyrklandÁ hinum enda vatnsins beið önnur, sýrlensk lest, mun frumstæðari en sú íranska.

Var svo heppinn að ná prívat klefa. Næsta dag áttaði ég mig á því hvers vegna gluggarúðan í klefanum var brotinn. Var að veifa nokkrum sveitapollum útum lestargluggann þegar nokkrir fullorðnir menn byrjuðu að grýta lestina að kappi. Helvítis Kúrdar, útskýrði einn lestarstarfsmaðurinn og virtist ekki hissa á móttökunum.

Eftir sjötíu tíma lestarferð, þúsundir kílómetra, fjögur tollgæsluhlið og óþarflega marga kexpakka stökk ég út í Aleppo í norðurhluta Sýrlands. Þá voru enn sex tímar á endastöðina. Mæli samt með þessu.

Loksins, ferskt loft. Sýrlenska lestin stoppaði stundum á óskiljanlegum stöðum.

Lestarstjórinn. Sallarólegur þó að hann væri vel á eftir áætlun. Bara verst það var engin matur eftir á þriðja degi.

Halló, Tyrkland! Við komum í friði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Bara gaman, taktu myndir

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 15.5.2008 kl. 21:55

2 identicon

Gastu svarað þessu með Mr. Gudjonsen?

Ég væri annars til í að taka þessa lest, hljómar mjög spennandi.

Elín (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 00:09

3 identicon

65 timar INSHALLAH - sem se: ekki.

Lestarferdir eru oft ofmetin romantik, en eitthvad sem skilar svona ferdasogu er sko vel thess virdi...

herdis (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 07:45

4 Smámynd: Aron Björn Kristinsson

Endalaust gaman að lesa frásagnirnar þínar, verður skemmtilegt að hitta á þig þegar þú kemur aftur á klakann.

Aron Björn Kristinsson, 16.5.2008 kl. 11:51

5 Smámynd: Eyþór Magnússon

Helvitis kurdar.

 Hefdir bara att ad skella ther ut i Aleppo, toppstadur....

Eyþór Magnússon, 17.5.2008 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband