. - Hausmynd

.

Írönsk glæpasaga

Persnesk

„Rommí!" sagði Motezza og hrifsaði til sín vinninginn, vodkapela frá Aserbaijan, við lítinn fögnuð. Spilafélagarnir voru samt fljótir að taka gleði sína á ný eftir að Motezza afmeyjaði flöskuna og steig sigurdans.

Klukkustund síðar var flaskan tóm og teitið dautt. Allir farnir nema Motezza og húsráðandinn, Ali. Þeir læstu húsinu, klæddu sig úr stuttbuxunum og skriðu undir sæng - saman.

Rekkjunauturinn reis á fætur við sólarupprás til að biðja, eins og sannur síta-múslimi. Á meðan gat Motezza legið glerþunnur án þess að hafa samviskubit enda bahamatrúar. Hann hugsaði um ritgerðarefnið sitt í stjórnmálafræði og viðbrögð kennarans við yfirskriftinni: OFSTÆKISRÍKI TIL ÓSIGURS

Bekkjasystur hans fannst ritgerðarefnið æðislegt. Kannski ekki að marka. Henni líkaði hvort sem er hvers kyns andóf. Gekk um með „lata" hijab  og tók slæðuna jafnvel niður þegar trúarlöggan var örugglega fjarri. Fólk kallaði hana Snöruna með vísan til örlaganna ef lögreglan kæmist að því hvað hún ætti marga bólfélaga.

Motezza var skriðinn undir rúm í leit að öðrum sokknum. Ryk, klámblað og blýantur en engin sokkur. Bíðið við, hvað er þetta? Bók ... um Kanada. Og eyðublöð. Og reiðufé. Og flugmiði. Skrýtið.

---

Eftir því sem ég kemst næst eru tíu landslög Íran brotin í sögunni. Já, það er bannað að dansa og taka í spil. Bahamar og hommar eru útlagar. Menn eru fangelsaðir fyrir að gagnrýna yfirvöld. Konur verða að vera með slæðu yfir hárinu sama hverrar trúar þær eru. Stuttbuxur eru svívirðilegar en virðast ekki vera bannaðar með lögum. Stóri dómur er við lýði og fleira og fleira ... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að vita að þarna er - þrátt fyrir allt, venjulegt fólk:)

Jón Þ. (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 19:31

2 Smámynd: Sema Erla Serdar

Að sjálfsögðu er þarna venjulegt fólk

skemmtileg saga

Sema Erla Serdar, 18.5.2008 kl. 17:30

3 identicon

Auðvitað er þarna venjulegt fólk Sema. Bara mikið búið að gera til að kúga það til hlýðni - til dæmis með dauðarefsingu við samkynhneygð.  Skelfilegt. 

Var að skoða síðuna þína og mun kíkja þar oftar og kvitta fyrir mig.

Jón Þ. (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 18:11

4 Smámynd: Aron Björn Kristinsson

Haha þessi saga er snilldin eina! En já hræðilegt hvað þeir eru strangir þarna.

Aron Björn Kristinsson, 18.5.2008 kl. 19:10

5 identicon

Ég reyndi að telja hvað væru mörg brot gegn íslenskum lögum í þessari sögu og sá þrennt: Hér á landi er bannað að spila fjárhætturspil, að smána erlend ríki (sem hlýtur að vera gert með orðinu OFSTÆKISRÍKI) og að eiga klámblöð. Sem betur fer er þessum lögum ekki framfylgt mjög stranglega.

Atli Harðarson (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 20:13

6 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Bahamar? Meinarðu Bahá'iar eða er ég að missa af einhverju?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 20.5.2008 kl. 19:22

7 Smámynd: Egill Bjarnason

ef ad baha'iar eru einu ologlegu truaridkendurnir i iran og eiga sinn helgasta stad i haifa, israel, ef eg man rett, tha er eg ad tala um tha.

Egill Bjarnason, 21.5.2008 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband