21.5.2008 | 09:11
Í paradís?
Á sínum tíma á Múhameð spámaður að hafa staðið upp á fjalli og horft yfir Damaskus. Hann neitaði hins vegar að stíga fæti inn fyrir borgarmörkin. Sagðist ekki vilja heimsækja paradís oftar en einu sinni um ævina.
Ólíkt spámanninum lét ég ekki staðin fram hjá mér fara. Ekki alveg paradís á jörðu en virðist vera hin ágætasta höfuðborg.
Var þaráður í borginni Lattakia þar sem konur ganga um í níðþröngum tískufatnaði og fæstar nota slæðu. Ég fór meira að segja á strönd með gestgjafanum mínum. Virðist ekki vera nein sérstök ástæða fyrir því að borgin er ólíkt frjálslegri en aðrir staðir á Sýrlandi.
Næsti áfangastaður er Beirút. Samkvæmt mínum mönnum í Líbanon gengur lífið orðið sinn vanagang eftir skyndilegt upphlaup Hizbollah fyrir skemmstu. Hugsa samt að það séu óvenju fáir ferðamenn.
Ef Hassan Nasrallah leyfir flýg ég heim frá Beirút aðfaranótt þrítugasta þessa mánaðar. Lendi á Íslandi tæpum sólarhring síðar eftir millilendingar í London og Prag.
Athugasemdir
hehe tetta er ljomandi. eg er komin til kambodiu. tad er mjog gott.
sara (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 12:14
Mér finnst nú ekki alveg sanngjarnt að kenna Hizbollah um upphlaupið um daginn (sjá nánar).
Vésteinn Valgarðsson, 21.5.2008 kl. 16:37
Uss þessi ævintýra ferð er bara senn á enda.. Hlítur að vera furðulegt að koma aftur heim.
Aron Björn Kristinsson, 21.5.2008 kl. 18:04
Er ósanngjart að kenna Hizbollah um upphlaupið?
Nei, enda efndu þeir til átakanna, skutu fyrsta skotinu, sama hvort það hafi átt rétt á sér eða ekki. líbanski herinn gerði lítið á meðan byssubardagarnir geysuðu í stórborgum landsins milli hizbollah og stjórnarliða.
greinin á egginu er góð en mér finnst eftirfarandi fullyrðing frekar vafasöm:
Hizbollah hafa engan áhuga á borgarastríði og andstæðingar þeirra vita að ef það brytist út, þá mundu Hizbollah hafa betur.
Egill Bjarnason, 23.5.2008 kl. 16:21
Þeir skutu fyrsta skotinu, já, vegna þess að yfirvöld ætluðu að loka fjarskiptakerfinu þeirra sem reyndist þeim svo vel í síðustu átökum við Ísraela. Ég lít á þetta sem sjálfsvörn af hálfu Hizbollah.
Ég skil að þessi setning hljómi asnalega -- ég hefði kannski átt að orða hana betur, en það sem ég meinti með henni er að þótt Hizbollah séu sterkasta aflið í Líbanon núna, þá vilja þeir ekki nýtt borgarastríð því slíkt mundi kannski verða Ísraelum eða Bandaríkjamönnum tilefni til að skipta sér af með beinum hætti og tilheyrandi ófögnuði.
Vésteinn Valgarðsson, 26.5.2008 kl. 01:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.