. - Hausmynd

.

Strandaglópar í helvíti

Ég gisti hjá starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna í Damaskus. Þeir vinna við að reyna leysa eitt stærsta vandamál Miðausturlanda um þessar mundir; hvað eigi að gera við alla írösku flóttamennina.

Talið er að það séu ein og hálf milljón flóttamanna í Sýrlandi og eitthvað álíka í Jórdaníu þar sem hinir efnameiri halda til.

Flóttamenn í Sýrlandi mega ekki vinna en börn fá að ganga í grunnskóla. Fjölskyldur stóla á matargjafir og 80% geta ekki hugsað sér að snúa aftur til Írak, skilst mér á gestgjöfum mínum. Líkurnar á að flóttamaður fái vegabréfsáritun til annars lands eru einn á móti hundrað. Ástandið virðist aðeins geta versnað.

Flottamannabúðir PalestínuÁ landamærum Írak og Sýrlands lepja 750 Palestínumenn dauðann úr skel. Yfirvöld í Sýrlandi og Jórdaníu segjast bara veita írökum hæli. Palestínumennirnir komast að sjálfsögðu ekki til heimalandsins og þora ekki að snúa aftur til Írak. Á meðan mótmælir landslið fábjána á Íslandi því að bjarga eigi nokkrum palestínskum konum frá þessu helvíti.   

Flóttamannabúðir í Palestínu. Tveir hektarar, sjö hundruð fjölskyldur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Hvort viltu bjarga 60 til Íslands fyrir sama fjármagn og við getum notað til að hjálpa 600 á staðnum, hvers eiga þeir 540 að gjalda, sem gætu fengið líka að njóta aðstoðar ef við kisum að hjálpa á staðnum.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 23.5.2008 kl. 23:05

2 Smámynd: Sema Erla Serdar

Þetta er barnaleg hugsun Þorsteinn sem gengur ekki upp!

Sema Erla Serdar, 25.5.2008 kl. 22:35

3 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Flott færsla; gaman að sjá hvað drífur á daga þína.

Áfram veginn!

Lárus Gabríel Guðmundsson, 26.5.2008 kl. 00:04

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Er ekki hægt að skipta? Magnús Þór Hafsteinsson hefur gaman af að tala og það vantar slíka menn í Miðausturlöndum.

Þorsteinn Briem, 26.5.2008 kl. 11:28

5 identicon

Sammála með landslið fábjána. Sama hvað þessi vitleysisflokkur reynir að sverja af sér rasisma þá sjá allir sem ekki eru liðsfélagar í landsliðinu að nokkrir af þeirra forystumönnum virðast telja sinn kynstofn (hvítir miðaldra karlmenn býst ég við) á einhvern hátt æðri.

Máni (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 11:48

6 identicon

thorsteinn: mer finnst thessi utreikningur frekar haepinn. thar ad auki er ekki alveg haegt ad bera saman throunarhjalp og flottamannaadstod. hvernig aettu vid ad fara ad tvi ad hjalpa theim i irak? hver segir lika ad rikid eigi eftir ad tapa svo miklu. thetta eru vinnandi konur.

egill (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband