29.5.2008 | 13:13
Heimferð
Flaug til Indlands síðastliðinn vörutalningadag. Skrilljónbilljón rútuferðum síðar er mál til komið að hypja sig aftur heim.
Flýg frá Beirút í nótt og verð lentur á Íslandi sólarhring síðar eftir stutta viðkomu í Prag og London.
Heimferðin markar starfslok sem fréttaritari Sunnlenska í Miðausturlöndum en í framhaldinu sný ég aftur til höfuðstöðva blaðsins á Selfossi.
Reikna með að setja inn myndir frá ferðalaginu fljótlega.
Athugasemdir
Velkominn "heim". Hef fylgst með þér í þessarri ferð og haft virkilega gaman af. takk fyrir mig. Hlakka til að sjá myndir. Virkilega spennandi og skemmtileg lesning af þessari ótrúlegu ferð.
Bestu kveðjur frá Kína. Elísabet
Elísabet Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 14:09
Settu endilega inn nokkrar myndir frá Selfossi líka, það er nú einu sinni lokapunktur ferðalagsins.
Máni (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 14:25
við mætum með rauða dregilinn!
Bjarni Harðarson, 29.5.2008 kl. 15:55
Örugglega kemur þú fagnandi í Skjálftabæ! Hjá mér kláraðist það vonandi í 2 þúsund sjálftanum.
Jón Þ. (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 19:52
Egill, Egill herm þú mér... í hvaða landi fegurst er? Það væri gaman að vita hvaða land og þjóð heillaði þig mest á þessu langa flakki þínu um Miðausturlönd. Bara svona fyrir okkur hin sem látum okkur dreyma um að ferðast en sitjum sem fastast fyrir framan tölvuskjáinn. Þú hefur stytt mér ófáar næturvaktirnar með ferðapistlum þínum og snilldar frásagnargáfu. Takk fyrir það og vertu velkominn heim. Suðurland titrar af eftirvæntingu eftir víðförlasta syni sínum
Nína M. Jónsdóttir (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 02:45
Velkominn heim. Alltaf gott að koma heim í heiðardalinn. Vegurinn að heiman, er vegurinn heim! Kveðja úr Þorlákshöfn.
Sigurlaug B. Gröndal, 30.5.2008 kl. 21:22
Eg veit tu saknar min :)
eg skemmti mer ljomandi vel i kambodiu og er ekki a heimleid, eg er meira ad segja taeplega halfnud. goda ferd heim. skiladu kvedju.
sara (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 14:22
Takk fyrir mig..
Búin að vera að fylgjast með þér. Dáist að hugrekkinu, rútuþolinmæðinni og einstökum frásagnarhæfileikum.. og náttúrulega myndunum!
Rekst kannski á þig í sumar!
Sigríður Sig (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 19:49
Og nú er bara að fá sér nokkra Skjálfta úr Ölvisholtinu en þeir eru reyndar bara upp á 5 en ekki 6,3. En Sunnlendingar ná úr sér stóra skjálftanum með Skjálftanum.
http://www.ratebeer.com/beer/%F6lvisholt-skj%E1lfti/84417/
Með góðri kveðju,
Þorsteinn Briem, 1.6.2008 kl. 00:59
Velkominn heim í litla Selfoss Egill og takk fyrir þessa dýrðlegu live ferðasögu. Þú hefur gefið okkur hinum ógleymanlegar litlar myndir sem raðast saman í dásamlegt fjölbreytilegt púsluspil. Dáist að glöggri sýn þinni og hugrekki, æðruleysi og skopskyni og ekki síst vildi ég að margir tækju þig til fyrirmyndar þegar kemur að virðingu fyrir því sem er framandi og ólíkt. Velkominn í indverskan jarðskjálftahaug í Alvörubúðinni þegar þú færð fráhvarfseinkenni og þráir aftur framandi lyktir og liti!
alda sigurðardóttir (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 01:30
Svo verðurðu að koma með eitt ég-er-kominn-heim-og-sé-heimabæinn-með-allt-öðrum-augum blogg.
Herdis (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 15:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.