. - Hausmynd

.

Landræningjar grýta ólívubændur meðan hermenn standa aðgerðarlausir hjá

Steinakast

Það er sólarupprás í bænum Azmut í Nablus-héraðinu á Vesturbakkanum. Ólívubændur, fjölskyldur þeirra og tveir sjálfboðaliðar, einn íslenskur og annar breskur, halda til vinnu. Úti á akrinum bíða þeirra fjórir ísraelskir hermenn sem vilja meina að svæðið sé einfaldlega lokað þennan laugardag. ,,Þið getið ekki tínt ólívur í dag,” segja þeir með þjósti, ,,reynið aftur á morgun!”

Reynt er að semja um að fá að tína aðeins í stutta stund í dag en hermennirnir ansa engum málamiðlunum. Palestínumennirnir gefa fljótlega eftir, í von um að geta hugsanlega tínt af ólívutrjánum sínum á morgun.  

Áður en hópurinn nær að búa sig undir brottför kemur hópur ungra ísraelskra landræningja askvaðandi yfir hæðina með hrópum og köllum. Þeir elta hópinn í átt að þorpinu og byrja að grýta steinum. Sjálfboðaliðanir, sem fara síðastir, fá í sig spark frá einum þeirra sem reynir jafnframt að ná taki á myndavél þess íslenska.

Og hermennirnir standa aðgerðarlausir hjá meðan Palestínumennirnir eru grýttir og niðurlægðir. Lögin eru nefnilega ekki þeim megin. Hermenn eiga aðeins að verja Ísraela fyrir Palestínumönnum. Þannig að, hefðu bændurnir svarað í sömu mynt myndu þeir umsvifalaust vera yfirbugaðir af hermönnum. Palestínska lögreglan hefur hinsvegar umboð til að stoppa landræningjanna en hún er einfaldlega of máttlaus, sérstaklega vegna þess að lögreglumenn hafa ekki fengið greidd laun í átta mánuði, eða frá því Hamas ríkisstjórnin tók við völdum.

Góðu fréttirnar eru þær að næsta dag fengu bændurnir að vinna á akrinum enda þeirra eign, samkvæmt öllum pappírum, og myndir sem teknar voru af landræningjunum eru komnar í hendur lögreglu. Vonandi fá þeir makleg málagjöld.

--

Ég er semsé að vinna við að tína ólívur þessa dagana og verjast óðum landlandræningjum frá sólarupprás til sólarlags. Fyrir þá sem ekki vita eru yfirráðasvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum umkring svokölluðum landránsbyggðum, eða landnemabyggðum. Þar búa strangtrúaðir gyðingar sem eru iðulega sturlaðir zionistar. Í Azmut þorpinu hafa þeir til dæmis á hverju ári skotið í átta að bændum og lúbarið nokkra. Nóttina áður en ofangreind frásögn átti sér stað, höfðu þeir stráð uppskeru undanfarinna daga útum víðan völl.

Nærvera vestrænna sjálfboðaliða getur skipt sköpum. Landræningjar og hermenn halda sig frekar í skefjum enda sérstaklega smeykir við leynivopn sjálfboðaliðanna, þessar svokölluðu myndavélar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Júðafífl, ég hefði nú misst þolinmæðin ef ég hefði fengið spark í mig þarna.

ragnarr (IP-tala skráð) 14.11.2006 kl. 14:26

2 identicon

sem er í sjálfu sér mjög kaldhæðnislegt að þeir komi fram við "landlausa" þjóð á sama hátt og var komið fram við þá þegar þeir voru "landlausir"

þannig að eina sem ég get sagt er; júðafífl

Stefán (IP-tala skráð) 14.11.2006 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband