. - Hausmynd

.

Farþegar fá vopn

Núna gæti ég skrifað bókina Beirút-Prag-London-Reykjavík á sólarhring. Í staðinn ætla að bara að skrá nokkra hápunkta hinna lítilfjörlegu heimferðar.

Ég hef aldrei séð jafn tómlegan flugvöll og þann í Beirút. Í óeirðunum um daginn var veginum að honum lokað með brennandi dekkjum (hvaðan koma öll þessi dekk, spyr fólk). Svo skilst mér að fólk hafi ætlað að loka honum aftur ef stjórnmálamennirnir hefðu reynt að snúa aftur frá Qatar án friðarsamnings.

En ég semsé flaug frá mannlausa flugvellinum til Prag með tékknesku lággjaldaflugfélagi. Eftirlitið var strangt á flugvellinum. Engin morðtól um borð. Nema hvað. Í mörgþúsund feta hæð báru flugfreyjurnar fram morgunverð með þessum líka beittu álhnífum. Eins gott að hafa þetta sanngjarnt; láta alla hafa vopn!

Í Prag pældi ég í því afhverju eru alltaf svona margar ilmvatnsbúðir á flugvöllum, borðaði súpu og svaf (næstum því yfir mig) fram að fluginu til London.

Er sanngjarnt að kalla Heathrow deathrow? Öryggiseftirlitið er allavega álíka.

Þaðan þurfti ég að taka lest til London Standstet til þess að fljúga heim með hálftómri Iceland express vél. Um borð - á alþýðufarríminu - var þekktur íslenskur bíssnesmaður. Æ, er búið að veðsetja einkaþotuna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aron Björn Kristinsson

Er ekki svipaður stemmari að vera nánast einna á flugvelli og nánast einn í bíó? Manni líður hálf skringilega og vill helst bara koma sér hehe.

Aron Björn Kristinsson, 2.6.2008 kl. 23:13

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ég mundi vilja fá ferðasöguna á bók. Það gæti verið athyglisverð og skemmtileg lesning.

Velkominn heim, leiðinlegt að þú skulir hafa misst af skjálftanum.

Sveinn Atli Gunnarsson, 3.6.2008 kl. 10:50

3 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

velkominn á íslenska grund; takk fyrir ferðabloggið.

Lárus Gabríel Guðmundsson, 8.6.2008 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband