. - Hausmynd

.

Landagagnrýni

Indland

Plús: Fjölbreytt land; sólríkar strendur neðst, eyðimerkur fyrir miðju og klettabelti efst. Beljur á vappi gera hindúakúltúrinn heillandi. Greiðar almenningssamgöngur. Billeg hótel, full af ferðalöngum. Bragðgóður matur. Nægt framboð af afþreyingu. Góð enskukunnátta heimamanna. Heimsækið litlu þorpin, það er að segja á indverskan mælikvarða.

Mínus: Stappað af ferðamönnum. Vinsælir staðir virka sviknir, hannaðir fyrir ferðamenn. Heimamenn lýta á ferðamenn sem gullnámur fremur en gesti (stór mínus). Taj Mahal er ofmetin.

Pakistan

Plús: Sjaldséðum ferðamönnum er tekið fagnandi af óvenju gestrisnum heimamönnum. Þeir eru fúsir til að kynna þeim fyrir menningu landsins. Þokkaleg enskukunnátta. Nútímalegt samgöngukerfi. Fámennur en góður ferðalangakúltúr - sérstaklega í Lahore. Einstök ættbálkasvæði norðri. Appelsínurnar á mörkuðunum eru þær bestu í heimi. Heimsækið Peshawar.

Mínus: Must-go staðir í ferðahandbókunum eru lítilfjörlegir. Tíðar rafmagnstruflanir. Fáar konur á ferli. Sjálfsmorðsárásir eru farnar að miðast gegn útlendingum. Pakistanar myndu segja að helsti mínus landsins væri Musarraf forseti. Forðist Islamabad!

Afganistan

Plús: Auðvelt að fá vegabréfsáritun. „Þrjátíu dollara, takk. Farðu varlega. Góða ferð." Áhugavert samfélag fólks sem hefur lifað við stríðsástand í tæpa þrjá áratugi. Vinalegir heimamenn. Enginn ferðamannaiðnaður. Samt oft hægt að finna einhvern sem talar ensku vegna þess hve eftirsóknarvert er að vera túlkur fyrir alþjóðaliðið. Myndrænt landslag, fólk og tilefni. Ekki festast í Kabúl - þó að þar sé góð bókabúð. Heimsækið Bamiyan, fjallalandslagið á leiðinni þangað, og raunar um allt land, er hrífandi, svo ekki sé meira sagt. 

Mínus: Talibanar. Bannað að tala við konur, hvað þá taka mynda þær. Spillt lögregla angrar ferðamenn. Tregar samgöngur og víða ógreiðir vegir. Kostnaðarsöm skítahótel, jafnvel ekki með rennandi vatni. Ekkert næturlíf í borgunum. Almennt rafmagnsleysi. Hætta á mannræningjum. Jarðsprengjur á víðavangi. Suðurhluti landsins er lífshættulegur.

Íran

Plús: Persnesk gestrisni er goðsagnakennd. Heimamenn eru vel menntaðir og opnir, konur jafnt sem karlar. Dizi er besti maturinn. Furðuleg stjórnvöld, leidd af rugluðum einræðisherra, gera landið áhugaverðara fyrir vikið. Ódýrt að komast milli staða vegna þess hve bensínverð er lágt. Fáir staðir eru eins afslappandi og almenningsgarðarnir í stórborgunum.

Mínus: Enskumælandi fólk er vanfundið utan túristastaðanna. Einum of margar „merkilegar" byggingar og rústir sem fólk heldur að ferðamenn hafi áhuga á. Erfitt að fá vegabréfsáritun. Strangur dresskóði fyrir konur. 

Tyrkland:

Plús: Góðir lestarteinar.

Mínus: Ég ferðaðist aðeins í gegnum landið á skítugri sýrlenskri lest, tíu tímum á eftir áætlun.

Sýrland

Plús: Geysilega hjálpsamir heimamenn. Mikil vatnspípuhefð (með ávaxtatóbaki) og góðar falafel-samlokur. Mátulega nútímalegt og túristavætt. Kósí farfuglaheimili. Sæmilega líbó múslimakúltur.

Mínus: Þeir sem eru ekki kastala-túristar og búnir að sjá of mikið af fallegum moskum gæti leiðst. Lítið um afþreyingu. Venjuleg vegabréfsáritun gildir bara í tvær vikur. Líka galli, hvað ég var stutt í landinu.

Líbanon

Kostir: Eftir ferðalög um frumstæð Miðausturlönd er Líbanon kærkomin breyting. Vestrænt á köflum og frjálslegt eftir því. Enskukunnátta góð, þó að auðveldara sé að bjarga sér á frönsku. Stuttar vegalengdir. Hægt er að fara á skíði fyrir hádegi og ströndina seinnipartinn. Beirút er næs, miðað við aðrar höfuðborgir Miðausturlanda.

Gallar: Dýrt land, miðað við heimshluta. Fáir áhugaverðir staðir til að heimsækja, enda landið lítið. Rík hefð fyrir óeirðum. Stjórnvöld fara illa með Palestínumenn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

takk kærlega fyrir þetta, góður vegvísir að framandleikanum. vona að ég komist til allra þessara landa á einhverjum tímapunkti í tilverunni:)

Birgitta Jónsdóttir, 12.6.2008 kl. 09:07

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Stórsniðug og áhugaverð ferð hjá þér! Mátt þess vegna blokka meira um löndin!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 12.6.2008 kl. 11:51

3 identicon

Í janúar í vetur var afganski stúdentinn Perviz Kambaksh dæmdur til dauða í Mazar-i Sharif í Afganistan þar sem hann var við háskólanám í blaðamennsku. Hann hafði gert sig sekan um að hala niður grein eftir íranskan rithöfund, þar sem fjallað var um fjölkvæni í Íran - og segja sögusagnir  -   um fjölskrúðugt kynlíf Múhameðs spámanns.

Dómstóllinn var fljótur að komast að niðurstöðu, enginn verjandi vildi taka að sér mál Kambaksh og sjálfur fékk hann bara 3 mínútur fyrir framsögu og vörn í málinu.

Faðir hans fékk dómnum áfrýjað til æðri dómstóls í höfuðborginni Kabúl, en réttarkerfið í Afganistan er eins konar blanda af vesturlenzku réttarfari og Sharíalögum. Ef afbrotið er ekki nefnt í lögbókinni taka Sharíalögin sjálfkrafa við.

Fréttaritari frá Sveriges Radio ( sænska útvarpinu ) hitti Kambash sem er 23 ára gamall í fangelsinu í Mazar-i- Sharif í marz. Viðtalið fór fram á skrifstofu fangelsisstjórans sem var viðstaddur og ekki var heimilt að taka viðtalið upp á band.

Kambash, klæddur í þunna hvíta skyrtu og víðar buxur talar lágt en skilmerkilega. Hann segist ekki hafa halað niður greinina, en það viðurkenndi hann við réttarhöldin. Hann vill ekki skýra frá af hverju hann hafi gengist við þessu fyrir réttinum, en segist vera saklaus af ákærunum. Hann segist vera kvíðinn og eiga erfitt um svefn, en vonar þó að dómstóllinn í Kabúl muni rifta dauðadómnum og þá ætlar hann að taka upp námið þar sem frá var horfið.

Réttarhöldin áttu að hefjast í maí. Hamid Karzai forseti Afganistan hefur úrslitavald og getur náðað sakborninginn en margir meðal Afgana styðja dauðadóminn.

S.H (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 12:27

4 Smámynd: Ragnar Sigurðarson

Hreifst af frásögn þinni um Tyrkland, hef ákveðið að setjast þar að með fjölskyldu minni i framtíðinni

Ragnar Sigurðarson, 13.6.2008 kl. 19:35

5 identicon

Sammala tessu med appelsinurnar i Pakistan! Eg hef nu bara aldrei smakkad annad eins hnossgaeti. Eg gekk nu reyndar ekki jafn langt og tu i addaun minni og helt neyslunni innan 'skynsamlegra marka'. Eg held tad se ekki hollt ad borda meira en eitt og halft kilo af appelsinum a dag, sama hversu godar taer eru.

-sara i 'Nam

Sara (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband