16.6.2008 | 19:04
Fjórir sjálfboðaliðar í Palestínu
Úr fréttabréfi félagsins Ísland-Palestína:
Fjórir Íslendingar héldu til Palestínu í síðustu viku til starfa sem sjálfboðaliðar á herteknu svæðunum á vegum Félagsins Ísland-Palestína.
Anna Tómasdóttir, hjúkrunarnemi við Háskóla Íslands, verður í Palestínu til 18. ágúst og starfar með samtökunum Project Hope, m.a. við skipulagningu og þróun á skyndi- hjálparnámskeiðum.
Einar Teitur Björnsson og Stefán Ágúst Hafsteinsson, sem leggja stund á læknisfræði við Háskóla Íslands, munu næsta mánuðinn starfa með Palestínsku læknahjálparnefndunum (Palestinian Medical Relief Society - PMRS) í Nablus og víðar um Vesturbakkann.
Yousef Ingi Tamimi, nemi við Kvennaskólann í Reykjavík, er að kenna ungmennum ensku og starfa við félagsmiðstöðvar PMRS fyrir ungt fólk í Ramallah og Nablus.
Mæli með bloggsíðu Yousef og Önnu.
Og enn bætist í hópinn. Gunnar Pétursson hjúkrunarfræðinemi flýgur út á fimmtudag. Í haust ætlar bloggarinn Aron Björn Kristinsson að setjast að á Vesturbakkanum og hugsanlega fleiri Íslendingar.
Nánar um sjálfboðaliðastörf í Palestínu hér.
Fjórmenningarnir, einhversstaðar á Vesturbakkanum. Myndin er fengin af heimasíðu Önnu.
Athugasemdir
Flott auglýsing fyrir krakkana og mig:). Það var samt eitt sem ég þarf að spyrja þig útí. Á ég bara að henda í þig e-maili eða get ég bjallað í þig?.
Aron Björn Kristinsson, 16.6.2008 kl. 19:36
best að hringja; 865 6284.
Egill Bjarnason, 16.6.2008 kl. 20:55
..svo má ekki gleyma þeim fimmta sem lendir fimmtudag í næstu viku - mér:)
Þetta verður ágætis múgur þarna þegar mest verður:)
Gunnar Pétursson (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 21:32
Afsakið, Gunnar. Búinn að breyta textanum, bæta þér við.
Egill Bjarnason, 16.6.2008 kl. 23:18
Flott er ég hringi í þig í vikunni.
Aron Björn Kristinsson, 17.6.2008 kl. 07:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.