. - Hausmynd

.

Sex byggingar Palestínumanna jafnaðar við jörðu á Vesturbakkanum

Allt farið
Ísraelski herinn gjöreyðilagði fimm byggingar og særði tíu Palestínumenn í Al Funduq þorpinu í Qalkilya-héraðinu á Vesturbakkanum í gær, miðvikudag. Sjötta húsið var síðan jafnað við jörðu í dag í bænum Qarwat Bani Hussan í sama héraði. Samkvæmt hernum voru húsin byggð án leyfis, þrátt fyrir að slíkt bíði enn staðfestingar Hæstaréttar Ísraels. Um er að ræða fjögur heimili, stórt iðnaðarhúsnæði og þriggja hæða fjárhús.

--

Eigendur bygginganna fengu ekki að vita að húsin þeirra yrðu rifin fyrr en samdægurs þegar herinn gerði innrás í þorið eldsnemma um morguninn. Þeim var gefin stuttur tími til að flytja út verðmæti áður en jarðýtubílstjórar hersins hófust handa.

Til þess að geta aðhafst í firði voru Palestínumenn hraktir frá húsunum með gúmmíbyssukúlum - sem eru raunar að mestu úr stáli og aðeins slíðraðar með hörðu gúmmíi - með þeim afleiðingum að þrír voru fluttir á sjúkrahús og sjö þurftu að leita læknisaðstoðar.

Eigendur húsanna voru í gífurlegu taugaáfalli; fólk féll í yfirlið, grét og skalf að sorg. Verið var að þurrka út aleiguna þeirra án þess að þau gætu rönd við reist. 

Þegar herinn hugðist eyðileggja síðasta heimilið hafði hópur Palestínumanna safnast saman á þaki hússins í von um að hindra tímabundið aðgerðir hersins. Allt kom fyrir ekki. Hermenn ruddust upp á þak og neyddu fólkið niður með valdi, þar á meðal fáeina sjálfboðaliða sem sýndu samstöðu með Palestínumönnum, einn þeirra var ég.

--

Þennan dag var ólívuhópurinn minn í Nablus óvenju illa mannaður. Ég hef verið í tímabundu forsvari fyrir hópinn undanfarinna daga og þurfti þess vegna að skipa þremur spánverjum - sem tala enga ensku - og einum kana fyrir verkum á staðnum. Það var erfitt. Sérstaklega vegna þess að það var fátt sem við gátum gert annað en að reyna tala við hermennina og vera í vegi fyrir þeim. Í bland við reiði leið manni hálf vonleysislega.

Margsinnist veittust hermennirnir að mér og gerðu eitt sinn árangurslausa tilraun til þess að eyðileggja myndavélina mína með byssuskafti. Ég var búinn á´ðí eftir daginn en er orðinn góður núna.

--

Þorpin Qarwat Bani Hussan og Al Fundoq liggja í grennd við hinn ólöglega aðskilnaðarmúr og landnemabyggðir Ísraela á Vesturbakkanum.  Í síðustu viku var einn Palestínumaður myrtur og 30 slasaðist þegar herinn reif íbúðarhús í bænum Qalkilia á sama grunvelli. Frá árinu 1967 hefur Ísraelski herinn gjöreyðilagt 12 þúsund heimili Palestínumanna, sem hefur skilið 70 þúsund manns eftir heimilislausa.


Hermenn að verki
Grátið yfir húsarústunum
Slasaður Palestínumaður
Eyðilegging
Niður!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður fer alltaf að sjá meira og meira eftir því að hafa ekki farið með, allavega hugsa ég um það á hverjum degi. high five.

ragnarr (IP-tala skráð) 23.11.2006 kl. 23:57

2 identicon

Mér finnst þú nú ansi glannalegur... en framkoma manna við Palestínumenn er greinilega til háborinnar skammar.

Elín (IP-tala skráð) 24.11.2006 kl. 14:43

3 identicon

úff og eini hasarinn sem ég lendi í er að útskýra fyrir pólverjum að ég eigi rafmagnssnúru sem þeir eru að nota!

Arnþór (IP-tala skráð) 24.11.2006 kl. 16:42

4 identicon

farðu bara varlega og ekki láta þessa hermenn ganga yfir þig... sem ég reyndar efast ekkert um að þú gerir það:P

Rebekka (IP-tala skráð) 25.11.2006 kl. 21:59

5 identicon

Athyglisvert að fylgjast með ferðum þínum Egill. Mæli með að þú tjékkir á laginu Road to Peace með Tom Waits sem hann var að gefa út núna nýlega. Þú getur gert það hér:

http://downloads.pitchforkmedia.com/Tom%20Waits%20-%20Road%20To%20Peace.mp3 

Helgi Bárðarson (IP-tala skráð) 26.11.2006 kl. 01:21

6 Smámynd: GK

Þetta eru geðveikar myndir hjá þér Egill! Farðu varlega!

GK, 26.11.2006 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband