. - Hausmynd

.

Austur verður vestur

Ég er fluttur til Ameríku, eins og frændur mínir gerðu forðum þegar kreppa skók Ísland. Að vísu fer ég með flugvél yfir Atlandshafið en ekki skipi. Og áfangastaðurinn er New York en ekki einhver hallærislegur staður í Kanada. Fer seinnipartinn á morgun og dvel í þrjá mánuði. Hef ekki tíma til að útskýra erindið hér og nú - enda ekki byrjaður að pakka.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Djúpir eru Atlantsálar en þó munu þeir væðir vera, sagði tröllskessan, og ég vona innilega að þó sért þokkalega stígvélaður fyrir þessa reisu.

En skynsamlegt hjá þér að flýja Eurovision-þvargið hér á Klakanum og gangi þér vel í Ameríkunni, Egill minn.

Þorsteinn Briem, 12.5.2009 kl. 17:46

2 identicon

palestínuvinur og ert á leiðinni til jórvíkur, er þetta ekki misskilningur ?

Steini Brím, crist maður

Krímer (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 18:19

3 identicon

Gangi þér allt í haginn þarna í amerríkunni. Fáum við ekki að sjá smá blogg frá þér öðru hvoru svona svo við vitum af þér.

amma og afi

Hörður Vignir Sigurðsson (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 09:35

4 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Gangi þér vel, Egill. Ertu að fara í nám til Nýju Jórvíkur eða eitthvað annað spennandi? Vonandi verðurðu duglegur að henda inn á bloggið einhverju spennandi sem á vegi þínum verður. Kær kveðja úr Þorlákshöfnninni.

Sigurlaug B. Gröndal, 13.5.2009 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband