. - Hausmynd

.

Ég bý í Brooklyn!

Nágrannar

Hún er fríkuð, þessi fyrsta íbúð sem ég leigi um ævina.  Þar voru áður seld föt fyrir orthadox gyðinga en verslunarrýmið er nú kvikmyndastúdíó herbergisfélaganna. Innst í þessum geimi, þar sem fatalagerinn var áður, er búið að smíða þrjú herbergi ásamt eldhúskrók og henda upp sturtu og vaski.

Bakdyrnar liggja að garði sem er í eigu kirkju undir sama þaki en því miður notaður sem ruslahaugur. Það gerir ekkert til því ég er með lykil að þakstiganum. Og þaðan má sjá toppinn á Empire State.

Þetta er ekki hverfið til að klæðast bol með mynd af Yasser Arafat. Fyrir utan spássera fyrrum viðskiptavinir fatabúðarinnar að Brodway 495b. Þetta er heldur ekki hverfið til að hlaupa um nakinn. Handan við hornið er nefnilega lögreglustöð. Þetta er hins vegar borgarhlutinn til klæða sig eins og listaspýra ... 

Skammt frá er hjarta Williamsburg, hippahverfi borgarinnar og heimili tónlistarmanna, listamanna og bóhema. Þar er allt morandi í kaffihúsum - og ekki þessum stórfyrirtækjakeðjum sem hafa lagt allt undir sig annars staðar - second hand-fatabúðum og tattústofum. Við þremenningarnir á 496 Brodway erum hins vegar hvorki með tattú né rokkaralúkk. Stór mínus í street-kredit!

Nágrannar Orthadoxar við 496 Brodway. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlédís

Mikið er gaman að lesa lýsinguna á húsnæði og umhverfi!   Minnir á tilfinninguna er ég hóf búskap í miðbæ Kaupmannahafnar fyrir "fáeinum" árum :)  - Gangi þér vel. 

es. Þið skuluð reikna vandleg út street-kreditið af tattú-i! Það er svo fjári óafturkræft.

Hlédís, 15.5.2009 kl. 08:54

2 identicon

Ég er mest hissa á að þeir skyldu hleypa þér inn í  landið..... hehe.

Njóttu vel, farðu í eins mörg ferðalög og þú getur.

-sigm. (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 10:11

3 identicon

Þetta minnir nú bara á Mýrina í París...er þá ekki hægt að fá fallafel þarna?

Elín Gunnlaugsdóttir (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband