17.5.2009 | 22:19
Mestu úrhrök jarðar
Jæja, þá er áralangri rannsókn lokið. Mestu úrhrök jarðar eru fundin:
Leigubílstjórar.
Svikahrappar hvar sem er í heiminum. Notfæra sér fávísi ferðamanna, vitandi að þeir muni aldrei eiga viðskipti aftur.
En oft snillingar. Til þess að fá réttindi í London verður leigubílstjóri að leggja á minnið 25 þúsund götuheiti, staðsetningu og stystu leið.
Leigubílstjóri Þessi geðþekki Palestínumaður afsannar Úrhrakskenningu Egils.
Athugasemdir
Er þessi mynd ekki tekin í Palestínu?
Kveðja frá starfsfólki bókakaffisins!
Bókakaffið á Selfossi, 18.5.2009 kl. 10:10
Miðað við reynslu af leigubílstjórum í London er ekki víst að þeir hafi allir náð prófinu. Maður hefur setið sveittur í aftursætinu með kortabók að leiðbeina bílstjóranum, sem talaði varla ensku, meðan mælirinn malaði...
Óli (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 11:26
Leigubílstjórarnir okkar íslensku eru alveg frábærir. Nota leigubíla ef ég þarf að flýta mér en annars strætó. Strætóbílstjórnarnir okkar eru líka mjög fínir fólk ætti að prófa þetta og losa sig við bensínhákanna. Þetta er ódýrt í kreppunni og ekki verra að þetta tilheyrir grænum lífstíl !!!
Ína (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 13:28
Tilheyrir það grænum lífsstíl að taka leigara þegar maður er að flýta sér? Á hvaða plánetu?
Sigurjón, 18.5.2009 kl. 16:29
Jú, myndin er tekin í Palestínu.
Egill Bjarnason, 18.5.2009 kl. 22:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.