. - Hausmynd

.

New York, New Work

Faizabad, Afganistan

Árið 2006 fékk ég bókina Portraits eftir ljósmyndarann Steve McCurry í jólagjöf. Hans frægasta mynd prýddi forsíðuna. Myndin af afgönsku stelpunni.  Tveimur árum síðar komst ég að því að myndin prýðir líka hvert einasta götuhorn og hvert einasta póstkort í Kabúl.  Frá Afganistan lá leiðin til Sýrlands. Komst þar í kynni við ljósmyndara sem hafði unnið sem starfsnemi fyrir téðan Steve.

Og nú er ég kominn til New York til þess að gera slíkt hið sama. Fyrsti dagurinn lofar góðu. Vinnan virðist aðallega felast í að skanna, flokka og vinna myndir úr safni meistarans sem nær allt aftur til ársins 1979. Um það leyti gat hann sér raunar fyrst frægðar fyrir að smygla sér inn fyrir landamæri Afganistan og færa umheiminum myndir af innrás Sovéta fyrstur manna.

Starfsbræður Steve Faizabad, Afganistan, 2008. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband