. - Hausmynd

.

Bæ, bæ Bam!

Hvíta húsið

Við Barack Obama fórum báðir í fríi á laugardag. Ég með rútu til Washington en hann yfirgaf höfuðborgina á einkaþyrlu.

Fylgdist með brottförinni ásamt hópi túrista og ... Tamíl Tígra! Þeir voru ekki þarna til að skoða Hvíta húsið, heldur til að kalla eftir aðgerðum gegn stjórnvöldum í Srí Lanka. Þinghúsið

Í DC eru öll helstu kennileyti Hoolywood-kvikmyndanna á sama blettinum; The Mall garðinum. Umhverfis hann eru söfn en mér gafst ekki tími til að skoða nema nokkur. Yfirgaf New York við sólarupprás og kom aftur heim um miðja nótt. Milli stórborganna er um fjögurra klukkustunda akstursfjarlægð.

Washington fer klárlega ofarlega á minn lista yfir uppáhalds höfuðborgir. Lendir líklega milli París og Jerúsalem.

Hvíta húsið The New York Post birti á sunnudag mynd af Obama og eiginkonu hans á leiðinni upp í þyrlu ,,í stutt frí". Ég geri ráð fyrir að blaðið eigi við sama þyrluflug og ég varð vitni að. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með prófið! Sammála, ein af mínum uppáhaldsborgum, þétt af lífi og sörpræsum. Takk fyrir að fá að fylgjast með Vesturferðinni í gegnum forvitin og glögg augun þín.

Alda sigurðardóttir (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 10:50

2 Smámynd: Aron Björn Kristinsson

Það er ekki laust við að ég sé örlítið öfundsjúkur út í þig! Það verður gaman að fylgjast með þessu ævintýri þínu, enn einu ævintýrinu. Allah maak!

Aron Björn Kristinsson, 25.5.2009 kl. 14:53

3 identicon

Mér fannst mjög gaman að koma til Washington sumarið 2007 og það er alveg satt USA er eins og ein stór leikmynd í bíómynd og kannski sérstaklega Washington. Mér fannst reyndar skemmtilegast að fara til George borgar...

Elín Gunnlaugsdóttir (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband