. - Hausmynd

.

Þeirra sjómannadagur

Washington

Í dag er Memorial Day í Bandaríkjunum og því frí í vinnunni.  

Þetta er svona þeirra sjómannadagur. Nema þeir heiðra minningu þeirra sem hafa sjálfviljugir fórnað lífi sínu við að reyna drepa annað fólk í fjarlægum löndum.

En starfslýsing hersins er yfirleitt orðuð öðruvísi í hátíðarræðunum dagsins.

Víetnam veteran í Washington Til hamingju með daginn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verð að gera athugasemd við ,,sjálfviljugir" þar sem ansi margir voru herkvaddir í 1 og 2 heimsstyrjöld, Kóreustríðinu og Víetnam...

Gaman að geta þess að við Íslendingar mistum fleir (miðað við manfjölda, að sjálfs;) ) en Bandaríkjamenn í WW II og af öllum hlutum við það að sigla með fisk að reyna að hald lífi í Bretum ,,vinum okkar"

Steinn Magnússon (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 23:03

2 Smámynd: Helgi Kr. Sigmundsson

Þessi kappi er dæmigerður "veturliði".  Þekki þá vel eins og margir íslenskir læknar sem nutu þeirra forréttinda að vinna á VA spítulum í námi í BNA.

Til hamingju með daginn! 

 Nú máttu ekki vera í flauelsbuxum fyrr en eftir dag vinnandi stétta þar vestra (labor day)!

Helgi Kr. Sigmundsson, 26.5.2009 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband